
Fimm handteknir vegna líkamsárásarNíu gistu fangageymslur
Mynd: Lára Garðarsdóttir
Í dagbók greint frá því að tveir einstaklingar hafi sprengt flugelda í Kópavogi í tilefni af alþjóðlega Viagra deginum og hafði lögreglan afskipti af þeim.
Þá var einn handtekinn eftir tilkynnt var um heimilisofbeldi. Tilkynnt var um tónlistarhávaða á þremur stöðum og fimm voru handteknir fyrir líkamsárás í Reykjavík.
Tilkynnt var um rúðubrot í Hafnarfirði og veit lögreglan hver var þar að verki. Flytja þurfti einn með sjúkrabíl eftir umferðaróhapp. Viðkomandi hafði slasast eftir högg frá loftpúða.
Níu einstaklingar gistu fangageymslur lögreglu í nótt.
Komment