
Tveir einstaklingar hafa verið handteknir í Memphis eftir að maður, sem var að taka ökutæki í afturköllun, varð fyrir því að bílstjóri ökutækisins ók yfir höfuð hans, eins og sést í átakanlegu myndskeiði sem hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.
Nicholas Wray og Brandi Revels voru handtekin í gær, bæði grunuð um alvarlega líkamsárás vegna atviksins sem átti sér stað á miðvikudag.

Í ótrúlegu myndbandinu sést dráttarbílstjórinn reyna að festa rauðan Ford Fusion við dráttarbílinn sinn, þegar annar maður, talinn vera Wray, hleypur inn í bílinn og startar honum.
Á meðan fórnarlambið liggur með höfuð og efri hluta líkamans undir bílnum, setur ökumaðurinn hann skyndilega í bakkgír, og ekur yfir höfuðið á honum.
Lögreglan í Memphis sagði við TMZ að maðurinn hefði meiðst á höfði og fundið fyrir verkjum í handleggnum. Hann var svo illa á sig kominn að fólk á vettvangi þurfti að hrista hann til að halda honum við meðvitund. Hann var fluttur á sjúkrahús en var ekki talinn í lífshættu.
Eftir atvikið birti fórnarlambið myndir af áverkum sínum á netinu, þar sem hann sást með skrámað andlit og hálskraga, en miðað við atburðarásina hefði þetta getað farið mun verr.
Komment