
Í dagbók lögreglu frá því í nótt er greint frá því að að óskað hafi verið eftir aðstoð lögreglu vegna manns í annarlegu ástandi á veitingarstað en hann var farinn þegar lögregla kom á vettvang.
Þá var tilkynnt um tvo óvelkomna menn á stigagangi og var þeim vísað út af lögreglu. Maður var handtekinn í verslun vegna gruns um líkamsárás. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í klefa í þágu rannsóknar. Aðili tilkynnti bifreið sína stolna, lögregla fór og ræddi við aðilann en þá kom í ljós að hann gleymdi hvar hann lagði bifreiðinni sem var rétt hjá.
Tilkynnt um eld í bifreið, lögregla fór á vettvang ásamt slökkviliði.
Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir fyrir ýmis brot á umferðarlögum og voru vettvangsskýrslur ritaðar.
Fjórir gistu fangageymslu og voru 55 mál bókuð í kerfinu.
Komment