
Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra átti í gær fund með Denisa Saková, efnahagsmálaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra Slóvakíu, þar sem rædd voru orkumál og nýting jarðhita í Slóvakíu en þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu.
„Saková var í heimsókn til Íslands til að kynna sér nýtingu Íslendinga á jarðhita og heimsótti m.a. Hellisheiðarvirkjun og Grindavík. Slóvakía er mjög háð innfluttu gasi, sem hefur hækkað gríðarlega í verði frá innrás Rússa í Úkraínu,“ segir í tilkynningunni.
„Í Slóvakíu finnst jarðhiti á nokkrum stöðum, sem til þessa hefur einkum verið nýttur til heilsubaða en lítið til hitunar eða orkuframleiðslu. Ráðherrarnir sammæltust um að skoða betur möguleika á samstarfi Íslands og Slóvakíu á sviði jarðhitanýtingar og skyldra mála.“
Saková hefur verið aðstoðarforsætisráðherra Slóvakíu síðan 2023 en hún var einnig innanríkisráðherra landsins frá 2018 til 2020. Hún hefur verið harðlega gagnrýnd víða í Evrópu fyrir að lýsa því opinberlega yfir árið árið 2023 að Úkraínu eigi að gefa eftir hernumið landsvæði sitt til Rússlands

Komment