Í dagbók lögreglunar á höfuðborgarsvæðinu er greint frá því að tilkynnt hafi verið um slagsmál við strætóskýli. Eitt ungmenni var handtekið og síðan látið laust.
Lögreglan fékk tilkynningu um að grjóti hafi verið kastað í gegnum rúðu í heimahúsi. Lögreglan fór á vettvang til að rannsaka málið.
Tveir einstaklingar voru að graffa á hlöðuna við Vífilstaði samkvæmt tilkynningu sem lögreglan fékk en þeir voru báðir farnir þegar lögreglan mætti á svæðið.
Ökumaður var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og var sviptur ökuréttindum, með röng skráningarnúmer á bifreið og fyrir að vörslu á fíkniefni. Hann var látin laus að blóðsýnatöku lokinni.
Tilkynnt var um líkamsárás með ótilgreindu áhaldi, gerandi fannst og var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna rannsókn málsins.
Lögreglan rannsakar mál þar sem tveir stungu af leigubílstjóra án þess að greiða fargjald og einnig tvo aðila sem voru að reyna brjótast inn í bifreið.
Komment