
Sigurlíkur VÆB halda áfram að minnka samkvæmt stærstu veðbönkum heimsins en þeir hafa fallið úr 35. sæti í það 36. sæti hjá þeim og eru þar með næst ólíklegastir til að sigra Eurovision í ár. Aðeins Svartfjallaland er talið ólíklegra til sigurs af þeim 37 þjóðum sem taka þátt þetta árið en keppnin er haldin í Sviss.
Hins vegar telja veðbankar að Svíþjóð eða Austurríki sigri keppnina. Sigurlíkur Svía eru sagðar vera 23% en Austurríki fá 22% sigurlíkur skráðar hjá sér.
Þá er Frökkum spáð þriðja sætinu og Ísrael því fjórða en telja einhverjir að vísa eigi lagi þeirra úr keppni vegna þjóðernishreinsana sem ríkisstjórn þeirra stundar á Palestínubúum.
Auðvitað ber þó að taka öllum slíkum spám með ákveðnum fyrirvörum en yfirleitt ganga þær eftir.
Komment