Í dagbók lögreglu frá því í gær og í fyrradag er greint frá því að óskað hafi verið eftir aðstoð lögreglu til að stilla til friða á milli farþega og leigubílstjóra en þeir ekki sammála um gjald fyrir ferð sem var farin og til átaka kom á milli manna.
Erlendum aðila, sem var peningalaus og búinn að týna eigum sínum, var komið til aðstoðar. Hann fékk að gista í fangaklefa þar sem hann átti ekki í nein hús að venda.
Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna söngkonu sem var að syngja í karókí og hafði fallið fram af sviðinu á skemmtistað í miðbænum.
Aðili var handtekinn eftir að hafa verið til vandræða á bráðamóttöku. Hann hafði einnig verið til vandræða annars staðar í borginni fyrr um nóttina og var því vistaður í fangaklefa þar sem full reynt var að hafa hann úti á meðal almennings í því ástandi sem hann var.
Afskipti höfð af tveim aðilum sem áttu eitthvað óuppgert við húsráðanda í Garðabæ.


Komment