
Bandaríkjaforseti er ekki eini þjóðarleiðtoginn sem virðist glíma við einhvers konar heilsukvilla en félagi hans Vladimir Pútín, Rússlandsforseti þykir einnig sýna merki um heilsubrest.
Hendur Pútíns virðast ansi illa farnar þessa dagana, sem hefur vakið vangaveltur um heilsu hans, enn og aftur.
Rússneski leiðtoginn hitti nýlega 22 ára heilbrigðisfræðinginn Jekaterínu Lesjínskaíu til að ræða mögulega bannsetningu á rafsígarettum innan Rússlands.
Í myndbandinu má sjá Pútín kreista hnefana með bólgna fingur og bólgnar æðar undir hrukkóttri húðinni meðan Lesjínskaía talar við hann fyrir framan áhorfendur. Eftir ræðuna tekur hún hönd hans án þess að hika.
What's with Putin's hands in this video? https://t.co/hF5yqgEFei pic.twitter.com/xl5Wopj2ID
— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) November 9, 2025
Fyrir nokkrum mánuðum, í ágúst, breiddust sögusagnir út um að heilsu hans væri að hnigna eftir að myndband birtist þar sem hann stóð með Donald Trump í háspennufund þeirra í Alaska.
Á klippunni má sjá fætur og hendur Pútíns hristast örlítið á meðan hann virðist stressaður í samtali við Trump bakvið tjöldin eftir fréttamannafundinn.

Komment