Veitingamaðurinn Wilhelm Gunnar Norðfjörð er að selja húsið sitt á Arnarnesi en óhætt er að segja að um glæsilega höll sé að ræða.
Húsið stendur á sjávarlóð og hefur verið mikið yfirfarið og endurnýjað m.a. þak á húsi og bílskúr. Opin stór stofa er í húsinu og borðstofurými með góðum útsýnisgluggum. Rúmgott eldhús með nýlegum innréttingum er einnig að finna í húsinu. Á neðri hæðinni eru sex rúmgóð svefnherbergi, þar af stórt hjónaherbergi með fataherbergi og baðherbergi, þar er einnig rúmgóð geymsla.
Eignin er 384,5 fm og vill Wilhelm fá 340.000.000 krónur fyrir þetta stórkostlega hús.











Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment