
Hinn vinsæli veitingastaður Mandi er lokaður og á það við um alla staðina þrjá samkvæmt heimildum Mannlífs.
Þann 26. mars var sett tilkynning á Facebook-síðu staðarins þar sem tilkynnt var um tímabundna lokum vegna skipulagsbreytinga en ekki var tekið fram hvenær staðirnir þrír yrðu opnaðir aftur og hafa þeir verið lokaðir síðan. Samkvæmt forsvarsmönnum Mandi er staðurinn í söluferli. Mannlíf hafði upphaflega samband við Jón Friðrik Þorgrímsson en hann var skráður framkvæmdastjóri félagsins á heimasíðu þess en hann sagðist vera hættur hjá félaginu þegar samband var haft við hann.
Nafn hans hefur síðan þá verið fjarlægt af heimasíðu Veitingafélagsins ehf.
Veitingafélagið ehf. keypti Mandi árið 2023 og tók yfir tvo staði í Reykjavík og einn í Kópavogi en fyrirtækið rekur meðal annars Hlöllabáta. Komu kaupin í kjölfar frétta þess efnis að Hlal Jarah, þáverandi eigandi Mandi, hafi verið dæmdur fyrir líkamsárás.
Rekstur Veitingafélagsins gekk treglega á árinu 2023. Félagið tapaði 12 milljónum króna á því ári.
Komment