1
Fólk

Heitur Bubbi

2
Innlent

María og Gunnar eiga 28 husky hunda

3
Innlent

Gylfi ver Epstein

4
Fólk

Veitingamaður selur lúxusvillu á Arnarnesi

5
Innlent

Hafnfirðingar toppa Reykvíkinga

6
Innlent

Björguðu þremur af þaki sökkvandi bíls

7
Minning

Þorvarður Alfonsson er látinn

8
Fólk

Játar fordóma gegn hinsegin fólki

9
Innlent

Lúpína innkölluð af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur

10
Innlent

Ungmenni handtekið eftir slagsmál

Til baka

Vendingar á vinstri vængnum

David-THor-Jonsson
Séra Davíð Þór JónssonMögulega að taka slaginn af krafti í stjórnmálunum

Séra Davíð Þór Jónsson er talinn líklegur til að leiða stjórnmálaflokk á vinstri vængnum eftir því sem heimildir Mannlífs herma.

Er talið líklegt að hugmyndin hafi sprottið upp eftir að sundrung í Sósíalistaflokknum kom upp, og þá var fylgishrun Vinstri grænna og Pírata sem vatn á myllu þeirra sem vilja sameiningu vinstri flokkanna undir öðru heiti.

Hvort Gunnar Smári Egilsson standi á bakvið Davíð Þór er enn óljóst en margt sem bendir til þess.

Nú um stundir er Davíð Þór í fríi á Spáni með fjölskyldu sinni og vildi ekkert tjá sig um stöðuna.

Davíð Þór var á meðal þeirra er lýst hafa yfir óánægju með gang mála hjá Sósíalistaflokknum en hann var sjálfur í fyrsta sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum í nóvember síðastliðnum.

Hann sagði eftir allt rótið hjá Sósíalistum að „það sem kom fyrir var að ákveðnir einstaklingar höfðu gert tossalista yfir það hvernig ætti að kjósa. Allar kosningar fóru upp á punkt og prik eftir þessum tossalista og það var náttúrulega til höfuðs ákveðnum einstaklingi skulum við segja“ sagði Davíð Þór á sínum tíma og staðfesti að umræddi maðurinn væri „Gunnar Smári.“

Sagði Davíð Þór einnig að „hann [Gunnar Smári Egilsson, innskot blm] náði ekki kjöri, og einstaklingar sem höfðu starfað of náið með honum náðu ekki kjöri, þrátt fyrir að það séu einstaklingar sem flokkurinn á líf sitt að launa. Þau guldu þess að vera ekki í ónáð hjá Gunnari Smára.“

Davíð Þór sagðist ekki vita „hvernig þetta fólk ætlar að fara reka þennan flokk eftir að hafa hafnað einstaklingum sem hann stendur í svona mikilli þakkarskuld við.“

Hann sagði líka að „það verða eftirmálar af þessum skrípaleik sem ungliðahreyfingin bauð upp á undir yfirskrift lýðræðis. En það mun koma í ljós hver þau verða.“

Þótt Davíð Þór baði sig á ylvolgum ströndum Spánar þar sem glampar sólarinnar gefa ákveðnum litbrigðum lífsins mögulega meiri snerpu segir hann þó sjálfur að hann liggi undir feldi og þurfi að hugsa sinn gang.

Fari svo að Davíð Þór og Gunnar Smári stofni stjórnmálaflokk saman er ljóst að sá flokkur verður hávær, umdeildur og hugmyndaríkur.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Eina leiðin til þess að fá ábyrg stjórnmál - Að vera þingmaður 10. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Eina leiðin til þess að fá ábyrg stjórnmál - Að vera þingmaður 10. kafli

Endaði fullur á bráðamóttökunni
Innlent

Endaði fullur á bráðamóttökunni

Björguðu þremur af þaki sökkvandi bíls
Innlent

Björguðu þremur af þaki sökkvandi bíls

María og Gunnar eiga 28 husky hunda
Innlent

María og Gunnar eiga 28 husky hunda

Árangurstengjum laun kennara?
Skoðun

Davíð Már Sigurðsson

Árangurstengjum laun kennara?

Lúpína innkölluð af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur
Innlent

Lúpína innkölluð af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur

Játar fordóma gegn hinsegin fólki
Fólk

Játar fordóma gegn hinsegin fólki

Hafnfirðingar toppa Reykvíkinga
Innlent

Hafnfirðingar toppa Reykvíkinga

Veitingamaður selur lúxusvillu á Arnarnesi
Fólk

Veitingamaður selur lúxusvillu á Arnarnesi

Tesla greiðir 242 milljónir dala í skaðabætur
Heimur

Tesla greiðir 242 milljónir dala í skaðabætur

Slúður

Vendingar á vinstri vængnum
Slúður

Vendingar á vinstri vængnum

Loka auglýsingu