
Snorri hefur ákveðið að selja heimili sittGott verð fyrir góða íbúð
Mynd: Samsett
Einn besti hönnuður síðustu ára á Íslandi hefur ákveðið að selja heimili sitt í Laugardalnum en sá heitir Snorri Eldjárn Snorrason og er hönnunarstjóri hjá Strik. Hann býr þar með Öldu Valentínu Rós Hafsteinsdóttur ljósmyndara.
Íbúðin er sérlega smekklega endurnýjuð fjögurra herbergja jarðhæð með sérinngangi og sérverönd til suðurs á einstaklega rólegum stað í Laugardalnum. Hverfið er mjög eftirsótt og íbúðin vel staðsett í enda botnlanga. Henni fylgja tvö bílastæði. Garðurinn er stór og góður og nýtist sérlega vel fyrir jarðhæðina.
Vilja þau fá 84.900.000 krónur fyrir íbúðina.









Komment