
Óhætt er að segja að þjóðþekktir einstaklingar skipi nýja stjórn Samstöðvarinnar en fjölmiðlafyrirtækið greindi frá þessu á heimasíðu sinni. Kosið var um hana á aðalfundi Alþýðufélagsins, sem er móðurfélag fjölmiðilsins Samstöðvarinnar.
Verðlaunahöfundarinnar Vigdís Grímsdóttir og Einar Már Guðmundsson eru þar inni og þá er Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, einnig í stjórninni. Þá er Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar og formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, á sínum stað í stjórninni.
Ný stjórn Samstöðvarinnar: Bogi Reynisson hljóðmaður, Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Eyjólfur Guðmundsson verkfræðingur, Gísli Tryggvason lögmaður, Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna, Gunnar Smári Egilsson blaðamaður, Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur, Kristinn Sigmundsson óperusöngvari, María Pétursdóttir myndlistarkona, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir prófessor, Sanna Magdalena Mörtudóttir forseti borgarstjórnar, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Vigdís Grímsdóttir rithöfundur, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi, Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri, Þorvaldur Gylfason prófessor og Ævar Kjartansson útvarpsmaður.
Þá var samþykkt að hækka grunnáskrift að Samstöðinni um 250 kr., úr 2.500 kr. í 2.750 kr.
Komment