Vesturport hefur fengið vilyrði fyrir lóð í Gufunesi og með því styrkist enn frekar skapandi starfsemi á svæðinu en þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Skrifað var undir samkomulagið á fundinum Athafnaborgin sem haldinn var í síðustu viku.
Gufunesið hefur verið kallað Þorp skapandi greina af borginni og áhersla hefur verið lögð á að laða að fyrirtæki á sviði kvikmyndastarfsemi og nú bætist leikhússenan við.
„Það er gleðiefni fyrir okkur að fá að taka þátt í uppbyggingu menningarstarfsemi á jafn spennandi svæði og Gufunesið er. Að reisa okkur rými til lífs, leiks og lista í beinni tengingu við verðandi íbúa. Það er vissulega tilhlökkunarefni að ganga til liðs við þá grósku sem nú þegar blómstrar í hverfinu og fá að setja mark okkar á áframhaldandi menningarstarf í borginni“, sagði Gísli Örn Garðarsson sem mætti fyrir hönd Vesturports á fundinn hjá Reykjavíkurborg.
Komment