
Dómsmálaráðuneytið leggur til að tölum í Lottó, sem Íslensk Getspá heldur utan um, verði fjölgað úr 42 tölum í 45 tölur en Íslensk Getspá fór fram á það við ráðuneytið.
Verði þessi breyting að raunveruleika verða ennþá dregnar fimm aðaltölur og ein bónustala en sigurlíkur munu minnka talsvert við þessa breytingar.
Í dag eru líkurnar á að fá allar fimm aðaltölurnar réttar rúmlega 1 á móti 850 þúsund en verða líkurnar hins vegar rúmlega 1 á móti 1,2 milljón gangi þessi breyting í gegn. Hugmynd þessi var sett inn í Samráðsgátt þann 27. mars.
Í samtali við RÚV segir Pétur Hrafn Sigurðsson, sviðsstjóri getraunasviðs hjá Íslenskri getspá, að þessi hugmynd komi til vegna fólksfjölgunar á Íslandi.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tölum er fjölgað í Lottó en upphaflega var spilað með 32 tölur sú tala hefur hækkað hægt og rólega síðan þá. Tölunum var fjölgað upp í 42 árið 2022.
Komment