1
Fólk

Jóhanna Guðrún gerði kaupmála við eiginmanninn

2
Peningar

Íslenskur auðjöfur segist hafa borgað alltof mikið í skatt

3
Fólk

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku

4
Fólk

Stjörnulögfræðingur vill flytja

5
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

6
Heimur

Féll niður brekku á Kanarí og lést

7
Pólitík

Frammistaða Sigmundar Davíðs illa séð

8
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

9
Innlent

Grunsamlegar mannaferðir í Árbænum

10
Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki

Til baka

Vill að íslensk yfirvöld hjálpi eiginkonu sinni að koma til Íslands

„Mér líður eins og við höfum verið leidd í einhvers konar gildru,“ segir Jóhann Dagur

Jóhann Dagur
Jóhann Dagur Þorleifsson er ástfanginnNaomi, eiginkona hans, fær ekki að koma til Íslands í heimsókn.
Mynd: Víkingur

Í janúar á þessu ári gifti Jóhann Dagur Þorleifsson sig en eiginkona hans er frá Gana og býr hún þar í landi. Jóhann hefur eytt miklum tíma með henni þar Gana á árinu og hefur ástin blómstrað. Hann hefur þó undanfarna mánuði verið á Íslandi en hann býr og vinnur hér á landi.

Til stóð að Naomi, eiginkona hans, kæmi til Íslands í heimsókn og áttu þau ekki von á það yrði vesen en það reyndist ekki vera rétt. Samkvæmt Jóhanni þurfti Naomi að fá vegabréfsáritinu hjá danska sendiráðinu í Gana þar sem Ísland er ekki með sendiráð þar í landi. Beiðni hjónanna var hins vegar hafnað á þeirri forsendu að hjónaband þeirra væri ekki alvöru hjónaband og væri aðeins til að koma henni frá Gana til Norðurlanda.

Mannlíf ræddi við Jóhann um málið og áhrif þess á þau hjónin.

„Ég er alveg miður mín yfir því að eitthvað lið úti í Danmörku sem hefur aldrei hitt hvorki mig eða konuna mína geti hreinlega bara ákveðið út frá eigin geðþótta að hjónaband okkar sé ekki raunverulegt finnst mér bara vera sárt og niðurlægjandi,“ sagði Jóhann þegar hann var spurður hvernig honum liði.

Ekki séð samskipti þeirra

„Mér finnst líka bara leiðinlegt hversu illa var farið að í þessu máli hvernig þetta fólk kom fram við konuna mína og mér líður eins og við höfum verið leidd í einhvers konar gildru. Eins og til dæmis þegar umsóknin var gerð fengum við lista yfir öll gögn sem þurfti að skila inn og við tókum þau öll saman og skildum ekkert eftir en svo þegar Naomi mætir í viðtalið var hún allt í einu beðin um gögn sem voru ekki á listanum. Til dæmis var hún krafin um afrit af öllum spjöllunum okkar á samfélagsmiðlum sem hún átti að bara að afhenda á staðnum en hún hafði nýlega skipt um síma svo hún hafði ekki alla spjallsöguna okkar á WhatsApp undir höndum þannig að hún hafði ekki mikið til þess að afhenda þeim og svo þau báðu líka um myndir úr brúðkaupinu og myndir af okkur saman sem hún átti bara að taka saman undir eins. Ég var upptekinn í vinnunni þegar þetta átti sér stað svo hún gat ekki heyrt í mér til þess að senda þeim alla WhatsApp spjallsöguna svo þau bara sættu sig við nokkurra daga langt samtal á Messenger til þess að byggja allt málið á.“

Jóhann segir að dönsk yfirvöld hafi aldrei séð raunveruleg samskipti þeirra. Árekstrana, framtíðarplön þeirra og ástina. Þá hafi aldrei verið haft samband við hann um málið. Einnig hafi það verið notað gegn þeim að þau hafi kynnst á internetinu fimm mánuðum áður en þau giftu sig. „Eins og ást spyrji nokkurn tímann um stað, stund, aðstæður og samskiptamáta og hvað þá á þessari tækniöld sem við lifum á í dag,“ segir Jóhann en hann lýsir samskiptum Naomi við yfirvöld eins og erfiðu prófi sem þau áttu ekki von á.

Jóhann Dagur
Jóhann gengur um með hringinn á sérGifti sig í janúar í Gana
Mynd: Víkingur

Segir yfirvöld eiga að endurskoða þennan málaflokk

„Ef hún hefði bara gifst mér í þeim eina tilgangi að fá landvistarleyfi hefði hún pottþétt gert alla þessa heimavinnu sem þau höfðu ætlast til að hún hafi gert og lært þetta allt utanbókar eins og þetta væri próf. En við erum bæði manneskjur svo við sjáum ekki hjónabandið okkar sem námsefni sem við þurfum að læra heima fyrir og mér líður mjög illa yfir því að okkur hafi verið refsað svona fyrir að líta ekki á það þannig. Það er líka vert að taka fram að þetta var ekki umsókn um flutning heldur heimsókn og hún var með flugmiða til baka þar sem hún var aldrei að fara að yfirgefa dætur sínar, sem þeir höfðu einnig allar upplýsingar um, og þegar hún væri komin til baka hefðum við þurft að sækja um heimsóknarleyfi upp á nýtt og fara í gegnum allt þetta ferli aftur,“ heldur Jóhann áfram. Hann segist reyndar vera vongóður um framhaldið og líti á þetta sem hraðahindrun á þeirra ferðalagi. Þó segist hann vera ósáttur við þá vanvirðingu sem Naomi hafi verið sýnd í ferlinu.

Viltu að íslensk yfirvöld hjálpi ykkur í þessu máli?

„Í hinum fullkomna heimi myndi einhver háttsettur ráðherra senda harðort bréf til útlendingastofnunarinnar í Danmörku og fordæma þessa synjun þeirra og vinnubrögð á málinu og krefjast aðgerða og breytinga. En því miður þá virkar ekkert þannig. Ég er samt búinn að fara upp á Útlendingastofnun og leita ráða hjá þeim og mér var ráðlagt af þeim að sækja um búsetu fyrir hana og þá gæti hún flakkað milli Íslands og Gana eins og hún vill til að hitta dætur sínar þangað til við getum gengið frá því að fá þær hingað líka en sú umsókn tekur allt upp í níu mánuði eða meira að vinna slíkt og hún myndi ekki fá að koma í heimsókn meðan á því ferli stendur. Eftir að ég opinberaði þetta mál hef ég fengið skilaboð frá fullt af fólki sem er að ganga í gegnum það sama svo okkar mál er ekki eitthvað einsdæmi. Yfirvöld eru einfaldlega ekki að standa sig í málum er varða hjónabönd milli landamæra. Það er eins og það sé bara litið á að þegar fólk úti í heimi giftist Íslendingum sé bara einhvers konar svikamylla til þess að geta fengið aðgang að Norðurlöndum eins og það sé bara eitthvað fjarstæðukennt fyrirbæri að útlendingur geti raunverulega elskað Íslending. Ég vil að íslensk yfirvöld hjálpi ekki bara mér heldur líka öllum hinum sem eru í sömu stöðu og ég og hreinlega bara endurskoði þennan málaflokk þannig að mál eins og mitt þurfi til dæmis ekki að fara í gegnum danska kerfið sem ég hef heyrt frá svo mörgum erlendum einstaklingum hér á landi að séu alræmd í allri Evrópu fyrir háttalag eins og þetta. En já, ég vil að íslensk yfirvöld hjálpi mínu máli,“ segir Jóhann.

Jóhann Dagur
Saknar eiginkonu sinnar en segist bjartsýnnÆtlar að koma Naomi til Íslands.

Kynþátta- og stéttafordómar

Samkvæmt honum er Noami mjög vonsvikin yfir þessu og finnst illa vegið að sér og ást sinni. Hún hafi þó haldið ró sinni enda sé hún að eðlisfari yfirveguð. „Hún er mjög heppin með bakland þarna úti og hefur fengið mikinn andlegan stuðning frá fjölskyldu og vinum, sem eru öll mjög gott fólk og öll af vilja gerð. Þetta kom henni samt ekki á óvart þar sem hún er alveg meðvituð um hvernig margir Evrópubúar líta á fólk frá Afríku með rasískum augum og halda að þetta séu allt bara einhverjir villimenn og þessi synjun bara undirstrikaði það hvernig sýn svo margra er á Afríku og fólkinu sem býr þar, án þess þeir hafi jafnvel nokkurn tímann farið þangað. En hún er bjartsýn á að það verði fundin lausn á þessu og hún fái á endanum að koma hingað og kynnast tengdafjölskyldu sinni sem bíður öll spennt eftir að fá að hitta hana. Það bara á enginn að geta bannað giftum hjónum að hittast í löndum hvors annars.“

Jóhann segist viss um að fordómar spili stórt hlutverk í þeirri höfnun Naomi fékk, bæði kynþátta- og stéttafordómar. „Ég trúi því einlæglega að ef hún væri hvít og vel efnuð kona frá Kanada hefði aldrei verið krafið hana um einhver auka gögn sem voru ekki á „tjékklistanum,“ hún aldrei fengið neinar yfirheyrandi spurningar, hjónabandið hefði aldrei verið véfengt á nokkurn hátt og vegabréfsáritunin hefði verið afgreidd eins og skot. Svo er líka vert að taka fram að ef það ólíklega myndi gerast og þessi hvíta og vel efnaða kona frá Kanada myndi lenda í því sama og Naomi þá væru allir sömu „xenofóbísku“ rasistarnir í kommentakerfunum, sem fagna því alltaf þegar útlendingar komast ekki inn í landið, alveg bandbrjálaðir og sótillir og segja þetta vera óréttlæti, mismunun og mannréttindabrot. Þetta væri líka í öllum blöðum og í fréttum sjónvarpsins og það myndu jafnvel margir stjórnmálamenn tala opinskátt um málið og fordæma vinnubrögðin út í eitt. Það skiptir víst öllu máli hvort þú sért Jón eða séra Jón,“ útskýrir Jóhann.

„Ég er aldrei að fara að játa mig sigraðan gegn þessum fordómum í garð hjónabandsins og Naomi mun koma til Íslands. Punktur,“ segir Jóhann ákveðinn að lokum.

Jóhann Dagur brúðkaup
Jóhann og Naomi hamingjusöm í brúðkaupinuKynntust í fyrra á internetinu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Tyrkneskt herflugvél með 20 um borð hrapaði í Georgíu
Myndband
Heimur

Tyrkneskt herflugvél með 20 um borð hrapaði í Georgíu

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík
Innlent

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur
Heimur

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi
Fólk

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki
Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi
Heimur

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu
Myndir
Fólk

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas
Landið

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

Innlent

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík
Innlent

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík

Afsláttur er veittur ef fólk borgar innan þriggja daga
Sigríður Björk lætur af embætti
Innlent

Sigríður Björk lætur af embætti

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

Loka auglýsingu