
Það hefðu eflaust ekki margir giskað á það árið 2013 þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hvarf af Alþingi að hún kæmi þar aftur inn eftir þá skandala sem hún hafði upplifað. Hún gerði hið rétta og lét lítið fyrir sér fara þar hún kom aftur með krafti með Viðreisn nokkrum árum síðar.
Nú er hún orðin utanríkisráðherra og hefur almenningsálit á henni sennilega aldrei verið hærra og nýtur hún mikillar virðingar hjá flestum í íslensku samfélagi. Byrjun á ráðherratíð hennar hefur verið nánast fullkomin og er sérstaklega hægt að benda á andstöðu hennar gegn nýlendustefnu Donald Trump og innrás Rússlands á Úkraínu þar sem hún hefur ekki hikað að láta harkalega í sér heyra. Gætu margir aðrir þingmenn lært mikið af utanríkisráðherranum. Í raun er eini svarti bletturinn á ráðherratíð hennar að taka ekki skrefið til fulls gagnvart Ísrael og kalla þjóðarmorð þeirra á Palestínubúum réttu nafni ...
Komment