Föstudagur 28. júní, 2024
7.1 C
Reykjavik

Dave Grohl skaut á poppprinsessuna: „Þið viljið ekki finna fyrir Taylor Swift-heiftinni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Taylor Swift virðist hafa óbeint svarað rokkhundinum Dave Grohl sem skaut á söngdívuna á laugardaginn.

Síðastliðinn laugardag kom hinn 55 ára gamli söngvari Foo Fighters og Íslandsvinur, Dave Grohl, fram á tónleikum með hljómsveit sinni í London Stadium í Lundúnum, þar sem hann gaf í skyn að Taylor Swift (34) spilaði ekki tónlistina í beinni (e. live). Swift, sem er á Eras-tónleikaferðalagi sínu, var með þrjá tónleika yfir helgina á Wembley Stadium í sömu borg.

Í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlunum, ræðir Grohl við áhorfendur þar sem hann minnist á hina stóru tónleikana í Lundúnum, tónleika hennar Swift, þar sem hann virðist skjóta nett á söngkonuna vinsæli en hann sagði: „Ég er að segja ykkur það, þið viljið ekki finna fyrir Taylor Swift-heiftinni. Þannig að við viljum kalla okkar tónleikaferðalag Errors Tours (Ísl. villu-tónleikaferðalagið). Við höfum upplifað ýmis tímabil (vitnar í Eras Tour nafnið) á ferlinum og meira en nokkur helvítis mistök líka. Bara nokkur. Það er af því að við spilum raunverulega í beinni. Ha?! Segi svona. Þið viljið hrátt, læf (e. live) rokk og ról tónlist, ekki satt? Þið komuð á rétta helvítis staðinn.“

@elenasnoopyDave Grohl Seemingly blasts Taylor Swift – Foo Fighters concert London Stadium 22 June 2024

♬ original sound – Elena Palmieri

Minna en sólarhring seinna, sagði Swift, eftir að hafa klárað uppseldu tónleika sína í Lundúnum, í myndskeiði á netinu þar sem svo virðist sem hún hafi svarað Grohl óbeint. „Hver einast hljómsveitarmeðlimum hjá mér, hvert einasta af mínu starfsliði, hljómsveitinni, sem mun spila í beinni (e. live) fyrir ykkur í þrjár og hálfa klukkustund í kvöld — þau eiga þetta svo mikið skilið. Og það sama má segja um alla sem koma fram með mér. Og þið gáfuð okkur það svo rausnarlega, við munum aldrei gleyma því,“ sagði Swift í myndskeiði sem hún birti á netinu.

Þó hún hafi ekki nefnt Grohl með nafni voru aðdáendur hennar fljótir að tengja orð hennar um að hljómsveitin „spilaði í beinni“, við það sem Grohl hafði sagt.

- Auglýsing -

Swifties (aðdáendur Taylor Swift) voru alls ekki sátt við orð Grohl, miðað við samfélagsmiðlana og skömmuðu hann fyrir „óeðlilega illkvittin“ orð. Aðrir báru orð hans saman við það sem Íslendingurinn Damon Albarn sagði um Swift 2022.

Albarn (56), var þá spurður af blaðamanni Los Angeles Times, út í álit hans á nokkrum vinsælum tónlistarmönnum dagsins í dag. Sagði hann Billie Eilish vera „einstaka“ en um Swift sagði hann einfaldlega: „Hún semur ekki sína eigin tónlist“.

Í það skipti svaraði Swift með því að nefna Íslendinginn með nafni í X-færslu: „@DamonAlbarn Ég var svo mikill aðdáandi þinn, þar til ég sá þetta. Ég sem ÖLL mín lög. Skot þitt er algjörlega ósatt og SVO skemmandi. Þér þarf ekki að líka við tónlist mína en það er mjög klikkað að reyna að gera lítið úr list minni. VÁ“.

- Auglýsing -

Bætti poppprinsessan svo við: „ES. Ég skrifaði þessa færslu sjálf, svona ef þú skyldir velta því fyrir þér.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -