Miðvikudagur 26. júní, 2024
10.1 C
Reykjavik

Íslendingar keppa í samnorrænni heimabruggkeppni: „Við erum afskaplega stolt og ánægð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fágun – félag áhugafólks um gerjun – heldur út fyrir landsteinana næstu helgi til að taka þátt í samnorrænni heimabruggkeppni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

Síðustu misseri hefur Fágun unnið að því með systrafélögum sínum í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi að koma þessari keppni á koppinn. Hún verður haldin í Stavanger þann 22. júní næstkomandi en stór heimabruggshátíð verður haldin þar á sama tíma.  

Fulltrúar Íslands eru sigurvegarar í árlegri bruggkeppni Fágunar, sem haldin var í maí síðastliðnum. Þar vann Dagur Helgason verðlaun fyrir besta dökka bjórinn, en hann hefur auk þess sópað til sín verðlaunum hér heima í heimabruggskeppnum Fágunar undanfarin ár. Svo var bjór Arnars Arinbjarnar og Odds Sigurðssonar valinn besti ljósi bjór keppninnar.

Auk sigurvegaranna fara Finnbjörn Þorvaldsson sem fulltrúi Fágunar, þar sem hann situr í stjórn og Guðmundur Mar sem fulltrúi Íslands í dómnefndinni. Guðmundur er hokinn reynslu, bæði sem dómari í bruggkeppnum víða um heim en eins sem atvinnubruggari, 25 ár við gæðaeftirlit og í 16 ár sem bruggmeistari.

„Við erum afskaplega stolt og ánægð að fá þetta tækifæri og erum ótrúlega spennt fyrir þessu ævintýri. Aðaltilgangur Fágunar er að þrýsta á stjórnvöld að lögleiða heimabrugg. Enda erum við á því að það sé menningarstarfsemi,“ segir Finnbjörn glaður í bragði, að því er fram kemur í fréttatilkynningunni. Og hann heldur áfram:

„Það er til mikils að vinna í keppninni úti, en sigurbjórinn verður bruggaður til almennrar dreifingar af Mikkeler, einu virtasta handverksbrugghúsi heims. Það væri sérlega gaman að sjá íslenskan sigurbjór seldan í næstu Vínbúð. En ég vil líka geta til gamans að sigurbjórarnir úr bruggkeppni Fágunar verða bruggaðir og seldir á Bryggjunni brugghúsi úti á Granda. Ljósi bjórinn verður þar á krana innan tíðar en sá dökki í haust.“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -