Fimmtudagur 12. september, 2024
6.8 C
Reykjavik

Natascha gengur alltaf berfætt og talar lýtalausa íslensku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég geng alltaf berfætt nema í vinnunni,“ segir Natascha Harsch, íbúi á Reykhólum og starfsmaður Þörungavinnslunnar, sem stóð berfætt í suddanum við að gefa súpu fyrir utan heimili sitt við Hellisbraut á Reykhólum. Natascha var ein þeirra sem gáfu súpu á Reykhóladögum um liðna helgi. Hún bauð upp á gómsæta katöflusúpu.

Natascha Harch gaf gestum og gangandi súpu um helgina. Hún var að vanda berfætt. Mynd: Reynir Traustason.

Natascha er Þjóðverji sem kom fyrst til Íslands fyrir 10 mánuðum síðan. Það vekur athygli að hún talar nánast lýtalausa íslensku. Hún unir sér hvergi betur en á Reykhólum þar sem hún segist ætla að búa um ófyrirsjánalega framtíð. Hún er nýbúin að kaupa sér hús á staðnum.

Aðpurð um ástæðu þess að hún sé alltaf berfætt segist hún ekki hafa neina sérstaka skýringu aðra en þá að þannig líði henni best. Og það er sama hvort það er sumar, vetur vor eða haust.

„Þannig líður mér best,“ segir Natascha brosmild og býður upp á ábót á súpuna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -