Sarpur: 2022
Fasteignakóngur í framboð – Hannes vill gera Kópavog betri
Fasteignakóngurinn Hannes Steindórsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til þess að setjast í bæjarstjórn Kópavogs fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Hannes er einn þekktasti fasteignasali landsins og formaður Félags fasteignsala. Hann rekur Fasteignasöluna Lind sem hefur sprungið út á liðnum árum.Miklar breytingar verða í...
Fjölskyldur farþeganna komnar til landsins
Fjölskyldur farþeganna sem voru um borð í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni í gær eru á leið til landsins. Þá eru sumar þeirra komnar nú þegar en þetta staðfesti Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi í samtali við Morgunblaðið í dag.Farþegarnir komu frá Bandaríkjunum, Hollandi...
Nýtt met – tæplega tvö þúsund manns greindust með Covid í gær
Met fjöldi greindist hér á landi með Covid-19 í gær, eða 1.856 manns. Fyrra met var í lok janúar en þá greindust alls 1.569 á einum degi.Þá var greint frá því að kona á sjötugsaldri hefði látist úr Covid-19 á gjörgæsludeild Landspítala í gær....
Veðurviðvörun gæti orðið rauð í höfuðborginni
Óvenjulega slæmt veður er í kortunum og gæti farið svo að viðvörun verði rauð á höfuðborgarsvæðinu.
Í viðtali við Vísi segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands að veðrið muni versna mjög hratt þegar lægðin skellur á.Þá hefur appelsínugul veðurviðvörun verið gefin út fyrir...
Eitthvað breyttist innra með Vítalíu: „Svo allt í einu var ég tilbúin til þess að tala um þetta“
Vítalía Lazareva segir eitthvað hafa breyst innra með sér í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í dag.
„Svo allt í einu var ég tilbúin til þess að tala um þetta, Ég vissi að ef ég gerði það ekki myndi ég ekkert endilega vera tilbúin til þess...
Dóra Ólafsdóttir var elst allra Íslendinga
Dóra Ólafsdóttir, elst allra Íslendinga, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í gærmorgun 109 ára að aldri.
Morgunblaðið fjallaði um Dóru en sló hún Íslandsmet í langlífi þann 13.desember síðastliðinn og sagðist hún ánægð með áfangann. Þakkaði hún aldrinum heilbrigðu líferni en hafði hún aldrei drukkið áfengi...
Sigga Dögg er alvön samfélagsfárviðri: „Ég var kannski ekki alveg orðin sjóuð, þegar ég var kærð“
Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur, eða Sigga Dögg eins og hún er alltaf kölluð, hefur verið í þungamiðjunni á heitri og oft óvæginni samfélagsumræðu undanfarið. Sú umræða fór af stað eftir að Sigga Dögg hafði sótt námskeið um fyrirbæri sem kallast „breath play“ og deilt...
Harmleikur á Þingvallavatni: Flugvélin fannst í sunnanverðu vatninu
Flugvélin sem hefur verið leitað frá því á fimmtudag er nú fundin. Vélin fannst í sunnanverðu Þingvallavatni með fjarstýrðum kafbát frá Teledyne Gavia í Ölfusvatnsvík ,seint í gærkvöldi.
Kom þetta fram í tilkynningu frálandhelgisgæslunni og greindi Vísir frá málinu.Landhelgisgæslan segir í tilkynningu þakka öllum þeim...
Þungur róður Sólveigar Önnu
Sólveig Anna Jónsdóttir, formannsefni Eflingar, þarf að hafa fyrir því að ná aftur embættinu sem hún yfirgaf í fússi eftir að hún upplifði ofsóknir starfsfólks. Fæstir skildu þá ákvörðun hennar að fara í stað þess að taka slaginn. Öll spjót standa nú á Sólveigu...
Hinsta ferð Stuðlabergsins – Björgunarhring rak á land
Þegar áhöfn Stuðlabergs NS 102 lögðu af stað til síldarveiða frá Seyðisfirði fyrir bráðum 60 árum, í febrúar 1962, óraði þá ekki fyrir því að þetta yrði þeirra hinsta ferð enda á nýlegum og sterklegum báti. Að kvöldi 17 febrúar fórst þessi nýlegi síldarbátur...
Ég veit ekkert hvort ég myndi ganga í gegnum þetta aftur – eins og ég væri ógeðslega ómerkileg
Að hafa svona mál hangandi yfir sér í sex ár er ekki auðveld reynsla fyrir unga konu. Sá hún einhvern tímann eftir því að hafa kært?„Já, algerlega, á meðan á þessu stóð. Maður var bara að endurupplifa alltaf allt þegar einhver hreyfing var á...
Vetrarólympíuleikarnir í Peking voru settir í dag – fimm Íslendingar keppa á leikunum
Vetrarólympíuleikarnir í Peking voru settir í dag, en fimm Íslendingar keppa á leikunum.Íslendingarnir fimm eru þau Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, Isak Stianson Pedersen, Kristrún Guðnadóttir, Snorri Einarsson og Sturla Snær Snorrason.Hólmfríður Dóra mun keppa í alpagreinum kvenna í svigi, stórsvigi og risasvigi. Sturla Snær verður fulltrúi...
Þingmaðurinn og hrekkjalómurinn Ásmundur í hörðum slag: „Það komu menn og óhelguðu heimili mitt“
„Ég hef ekki gert nein mistök í þessum akstri mínum. Ég hef verið sakaður um ýmislegt varðandi það og auðvitað hefur maður á köflum tekið það mjög nærri sér. Þetta tók náttúrlega langt út yfir allan þjófabálk og gerir reyndar enn,“ segir Ásmundur Friðriksson,...
Ásmundur Friðriksson alþingismaður í Mannlífinu: „Mér og börnum mínum hótað“
„Það gekk oft mjög mikið á og það var mikið álag á fjölskylduna. Ég hafði gagnrýnt á svipuðum tíma ýmislegt varðandi hælisleitendur og þar fékk ég yfir mig mikla gagnrýni og ekki síst frá mínum flokkssystkinum; mjög harkalega gagnrýni," segir Ásmundur Friðriksson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins....
Viðspyrna stjórnvalda vegna COVID-19 heimsfaraldursins – 550 milljónir króna í viðbótarfjármagn
„Ísland saman í sókn fór vel af stað, vakti mikla og verðskulda athygli og skilaði góðum árangri. Í ljósi þess að faraldurinn hefur dregist töluvert á langinn er nauðsynlegt að halda verkefninu áfram og byggja þannig undir nauðsynlega viðspyrnu ferðaþjónustunnar á árinu 2022,“ segir...
Leghálssýni áfram send til Danmerkur – þúsundir kvenna mótmæltu
„Þessar tvær rannsóknarstofur nota mismunandi kerfi til að greina sýnin. Þá þurfum við í rauninni að skipta þessu þannig að hver sýnatökuaðili taki aðeins í eitt kerfi, eins og til dæmis eins og heilsugæslan mun alla vega enn um sinn halda áfram að senda...
Munu Kourtney og Travis gifta sig strax í vor?
Sagt er frá því í slúðursíðum erlendis að Kourtney Kardashian og Travis Barker muni halda brúðkaup sitt fyrr en fólk hefur haldið til fram að þessu. Er þetta haft eftir heimildarmanni sem tengist Kardashian fjölskyldunni vinsælu.Það er Eva Ruz sjálf sem segir frá þessu...
Banaslys er flutningabíll valt í aftakaveðri
Banaslys varð í nótt er flutningabíll valt á Suðurlandsvegi, austan við Kirkjubæjarklaustuur í af ofsaroki. Lögreglan á Suðurlandi tilkynnti þetta í morgun.Samkvæmt Rúv varð slysið um klukkan eitt í nótt en ökumaður flutningabílsins slapp ómeiddur en farþegi hans lést.Slíkt var aftakaveðrið á slysstað er...
Olíubrák fannst í Þingvallavatni: „Bara ein af fjölmörgum vísbendingum sem hafa borist“
Fyrr í dag fannst olíubrák í sunnanverðu Þingvallavatni en á því svæði hefur mest verið leitað á síðan síðdegis í gær.Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfestir þetta í samtali við mbl.is.Um það bil tuttugu björgunarsveitamenn og starfsfmenn séraðgerðasveitar Gæslunnar eru við leit sunnan við Þingvallavatn...
Myrti 19 ára kærustu sína – Kynntust á netinu og féllu fyrir hvort öðru
Hinn 23 ára Jack Sepple er grunaður um að hafa stungið 19 ára kærustu sína, Ashley Wadsworth, til bana á þriðjudaginn. Hörmungin átti sér stað í Essex í Bretlandi en lögreglan var kölluð út vegna hávaða sem barst úr íbúð Jack.Ashley var kanadískur nemi,...