Sarpur: 2023
Dópaður bílstjóri ók fullum bíl með farþega í skottinu – Þjófur í Hafnarfirði
Einbeittur brotavilji einkenndi ferðalag ökumanns sem lögreglan gómaði glóðvolgan og vanhæfan í miðborginni. Hann reyndist vera undir áhrifum hugbreytandi efna og þar með ófær um að stjórna bifreiðinni án þess að valda háska. Þess utan var „ökutækið fullsetið“ eins og segir í skýrslu lögreglunnar....
Hundaránstilraun í Öskjuhlíð: „Skalf og nötraði af hræðslu“
Það er ekki á hverjum degi sem fuglar reyna stela hundum á Íslandi en það gerðist með lítinn hund árið 2005 í Öskjuhlíð.Unnur Haraldsdóttir lenti heldur betur í óskemmtilegri lífsreynslu í Öskjuhlíð árið 2005 en þá reyndi hrafn að ræna litla hundinum hennar. „Þetta...
Björn Leví um leynd Seðlabankans: „Auðvitað eiga seljendur að vita hverjir kaupendurnir eru“
Björn Leví Gunnarsson segir það sjálfsagt að almenningur eigi að vita hverjir hafi keypt hlut ríkisins í Íslandsbanka en Seðlabanki Íslands er á öðru máli.Þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson skrifaði færslu við frétt Heimildarinnar þar sem sagt er frá umsókn Seðlabankans til úrskurðarnefndar um...
Bradley Cooper gagnrýndur fyrir gervinef: „Leonard Bernstein var með mikið og fallegt nef“
Leikarinn Bradley Cooper virðist hafa komið sér í vandræði.Stórleikarinn Bradley Cooper hefur hlotið gagnrýni undanfarna daga en ástæða þess er gervinef sem leikarinn mun skarta í myndinni Maestro. Cooper, sem leikstýrir myndinni einnig, leikur hljómsveitarstjórann Leonard Bernstein. Til þess að reyna líkast stjóranum ákvað...
Bendir á pínlega staðreynd um Icesave og eiginkonu Gordon Brown: „Lífið er fyndið!“
Halldór Högurður Einarsson bendir á ansi spaugilegan staðreynd varðandi Icesave og Gordon Brown, í færslu á Facebook í dag.Markaðsstjórinn Halldór Högurður Einarsson er með fyndnari mönnum Íslands en færslur hans á Facebook vekja jafnan mikla kátínu lesenda. Í þeirri nýjustu bendir hann á skemmtilega...
Vill að Vinstri grænir fari niður í „Pilsnerfylgi“: „Flokkurinn á sér því tæplega tilverurétt“
„Er stutt í að sögu VG ljúki?“ spyr Björn Birgisson í nýrri Facebook-færslu og segir að það megi gera ráð fyrir því. Vitnar hann í kveðjuorð Guðmundar J. Guðmundssonar, til flokksins.Grindvíski samfélagsrýnirinn Björn Birgisson segir í nýrri færslu á Facebook að Vinstri grænir hafi...
Sjálfstæðisflokkurinn í „sjóræningjabardaga“ – Reynir að flikka upp á fylgið
Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera kominn í einhvers konar markaðsátak enda hefur fylgi flokksins aldrei mælst minna í skoðanakönnunum.Sjálfstæðisflokkurinn sem í áratugi hafði um 40 prósent fylgi en mældist með 16 prósent í skoðanakönnun Prósent í lok júlí, hefur verið duglegur á Facebook í sumar að...
Neyddust til að breyta nafni B5: „Þetta þykir mér miður og bið ég hlutaðeigandi afsökunar á því“
Ákveðið hefur verið að breyta nafni skemmtistaðarins B5 (Bankastræti fimm), í einfaldlega B. Ástæðan er lögbann sem lagt var á B5 heitið.„Okkur urðu á mistök þegar við gáfum staðnum nafn eftir eigendaskiptin í sumar, en heitið B5 reyndist í eigu einkahlutafélags. Síðan fór lögbannskrafan...
MOMENT á Menningarnótt: „Góðir gestir! Festið sætisbeltin og reimið dansskónna“
Á Menningarnótt umbreytist Klappastígur í undurfagra dansveröld töfra, lita og hugljómunar. Stórfenglegt augnablik sem fangar huga og hjörtu ungra sem aldinna, viðburður sem fagnar tónlist, tjáningu og tjúlluðum töktum.Það er nánast ómögulegt að hugsa sér Menningarnótt án dynjandi takts og dansstuðsins sem fylgir DJ Margeiri...
Sigga Dögg hugsi yfir stöðu leigjenda: „Ég er nefnilega pínu brjáluð“
Sigga Dögg kynfræðingur segist mjög hugsi yfir stöðu leigjenda á húsnæðismarkaðnum á Íslandi og leitar svara hjá Pírötum.Sigga Dögg skrifaði færslu á Facebook þar sem hún fer yfir það hversu erfitt það sé að vera á leigumarkaði á Íslandi í dag en hún segist...
Eiginmaður Britney Spears sækir um skilnað eftir meint framhjáhald
Stórsöngkonan Britney Spears er orðin einhleyp á ný.Britney Spears er án efa ein vinsælasta söngkona allra tíma en fyrr á öldinni gaf hún út smell eftir smell. Hennar einkalíf hefur hins vegar ekki alltaf verið frábært. Nú hefur Sam Asghari, eiginmaður Britney, sótt um...
Þórdís og Rússarnir
Hörðustu stuðningsmenn Bjarna Benediktssyni, formanns Sjálfstæðisflokksins, leggja hart að honum að sitja áfram sem formaður í stað þess að hleypa Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur varaformanni að í haust án kosningar. Alkunna er að Þórdís er sá kandídat sem vegamóður Bjarni vill að taki við...
Stálheiðarlegir ferðamenn fundu peningaveski – Þjófar settu mark sitt á nóttina
Þjófar settu mark sitt á nóttina og störf lögreglunnar á höfuðborgarvæðinu í gærkvöld og nótt. Hæst bar þjófnaði á rafmagnshlaupahjólum. Meintur þjófur var staðinn að verki við að bera nokkur rafmagnshlaupahjól inn í húsnæði. Rafmagnshlaupahjólin voru haldlögð. Málið í rannsókn. Öllu smátækari þjófur var...
Hvað varð um hinn 19 ára Michael Leduc? – Ætlaði að ferðast um Ísland en hvarf á Hvolsvelli
Hinn 19 ára Frakki, Michael Leduc, kom til Íslands í september byrjun árið 1997 og ætlaði sér að ferðast um landið í rútu, 20.000 krónur í gjaldeyri. Þann 6. september steig hann úr rútu við Hvolsvöll en virtist svo hverfa af yfirborði jarðar.Hinn ungi...
Sjóarinn: Kjartan Hauksson reri í kringum landið – Háski þegar bátnum hvolfdi í briminu við Rekavík
Kafarinn Kjartan Hauksson reri fyrstur manna einsamall hringinn í kringum Ísland í árabáti.Hann segir frá því að þegar hann reri út af Rekavík á Hornströndum hafi hann lent í stífum norðanvindi sem gerði róðurinn þungan og hamlaði hönum för. Hann ákvað því að varpa...
Rífur ráðherrana í sig: „Katrín og Guðrún eru ljósmyndir af angistinni“
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fer mikinn í nýlegri færslu á Facebook en þar sem hún hjólar í kollegana Katrínu Jakobsdóttur og Guðrúnu Hafsteinsdóttur vegna nýju útlendingalaganna.Í byrjun hinnar harðorðu færslu segir leikkonan að ástin sigri allt og að „kærleikurinn fellur aldrei úr gildi“. Því næst...
Kylie Jenner ekki sagt upp: „Þau eru ennþá skotin í hvort öðru“
Kylie Jenner og Timothée Chalamet eru ennþá saman segja heimildarmenn.Mannlíf greindi frá því í byrjun mánaðar að leikarinn Timothée Chalamet hefði hætt með ofurfyrirsætunni Kylie Jenner. Slíkt virðist hins vegar rangt ef marka má bandarísku slúðurblöðin. „Kylie og Timothée eru ennþá að hittast þegar...
Fyrrum ráðherra segir sameiningu fráleita: „Ríkisstjórninni til skammar“
Jón Bjarnason segir það sé fráleit hugmynd að sameina HÍ og Háskólann á Hólum í Hjaltadal.Nú fyrir stuttu skrifuðu rektorar skólanna undir viljayfirlýsingu um möglega sameiningu en Jón Bjarnason, fyrrum ráðherra og skólastjóri Háskólans á Hólum, telur það slæma hugmynd. Hann telur að frekar...
Sögulegar sættir konungsfjölskyldunnar mögulegar – Karl vill hitta barnabörnin
Karl III Englandskonungur hyggst bjóða Harrý og Meghan í 75 ára afmæli sitt í nóvember. Að sögn sérfræðings í konungsfjölskyldunni er ástæðan sú að hann vill loksins fá að sjá barnabörn sín. Karl konungur vill fá að knúsa loksins barnabörn sín, Boga og Lilju Betu,...
Þorvaldur veðjar á Öskju: „Þessar eldstöðvar munu gjósa“
Þorvaldur eldfjallafræðingur veðjar á að Askja gjósi næst„Þetta er merki um að eldstöðin sé vöknuð,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, um landris í Torfajökulsöskju í samtali við Vísi. „En hversu langan tíma það tekur fyrir eldstöðina að búa sig undir gos er mjög erfitt að...