Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

„Gagnrýnin gekk nærri mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margir þekkja Guðríði Torfadóttur, Gurrý, úr þáttunum geysivinsælu Biggest Loser. Hún segir óvægna gagnrýni í tengslum við þáttinn hafa vissulega tekið á en hennar eina markmið hafi alltaf verið að hjálpa öðrum í átt að betri heilsu.

Gurrý byrjaði upprunalega að æfa, átján ára gömul, til að létta sig eftir fyrstu meðgöngu hennar. Hún hefur stundað Bootcampt, Crossfit, jóga, lyftingar og flest það sem er í boði í heilsurækt. Hún hefur til dæmis nýlokið handstöðunámskeiði. Hún segir fjölbreytnina hafa haldið sér við efnið og þess vegna sé hún enn þá að, tuttugu og einu ári seinna.

Gurrí er með B.S.-gráðu í viðskiptafræði en þegar henni lauk fór hún beint í ÍAK-einkaþjálfaranám hjá Keili. Þar að auki er hún með jógakennararéttindi.

Hún vann með háskólanámi í Baðhúsinu við að þjálfa og ætlaði að stunda það sem áhugamál en fann fljótt að sig langaði að sameina áhugamálið og starfsvettvang. Þegar hún fékk vinnu hjá Sportmönnum við að sjá um Reebok-vörumerkið segist hún hafa fundið hilluna sína. Á þessum tíma opnaði Reebok-fitness heilsuræktarstöð og hún naut þess að kenna þar samhliða því að vera framkvæmdastjóri fyrirtækisins í fjögur ár.

Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt og þannig þrífst ég best.

Gurrý sagði skilið við Reebok í fyrrahaust og fór aftur í upprunann, í  einkaþjálfun og að kenna fólki í gegnum fjarþálfunina, gurry.is.

„Ég íhugaði vel hvað ég vildi fara að vinna við og fann að ég þurfti að fara að gera eitthvað annað og læra nýja hluti. Í haust byrjaði ég að vinna hjá Heilsuhúsinu en þar sameinast aftur áhugi minn á heilsu og þörfin fyrir að vera í sölu- og markaðsmálum. Þar hefur líka opnast fyrir mér nýr heimur í fæðubótarefnum en bætiefni og vítamín hafa þróast rosalega og ég hafði ekki hugmynd um hvað það er til mikið af góðum bætiefnum sem geta hjálpað til með hollu mataræði. Þannig að ég er alltaf að læra eitthvað nýtt og þannig þrífst ég best,“ segir Gurrý.

- Auglýsing -

Óvægin gagnrýni

Talið berst að Biggest Loser þar sem Gurrý var ein tveggja þjálfara. Þættirnir fóru ekki varhluta af gagnrýni og Gurrý fékk að finna fyrir henni. Hún segir samt sem áður þættina hafa verið eitt af skemmtilegri verkefnum sem hún hefur tekið þátt í.

Sumir halda ég sé svo mikill nagli og meira að segja nánir vinir höfðu aldrei áhyggjur en ég er mannleg.

„Starfsfólkið hjá SagaFilm og keppendur gerðu þetta að mögnuðu verkefni sem  ég er mjög þakklát fyrir að fá að hafa fengið að vera með í. Það er líka draumur að fá að vinna með fólki sem er komið til að vinna 100% í sér og er tilbúið til að taka sér frí frá vinnu, yfirgefa fjölskyldu og vini og taka þetta alla leið. Þó svo að öllum hafi ekki tekist það þá eru þetta hetjur sem ég ber mikla virðingu fyrir. Það að opna líf sitt og erfiðleika sína fyrir alþjóð er ekki fyrir hvern sem er og það sem er best við þetta er að Biggest Loser var alveg raunverulegt og ekkert leikið. Svona er þetta. Svo fannst mér allt í kringum sjónvarpsvinnuna mjög skemmtilegt og gæti alveg hugsað mér að vinna aftur í sjónvarpi.“

- Auglýsing -

En var ekki erfitt að sitja undir gagnrýnisröddum?

„Ef ég hefði verið spurð að þessu fyrir tveimur árum þá hefði ég sagt nei en gagnrýnin og umtalið var mikið í síðustu seríu og jú það var mjög erfitt og gekk nærri mér ef ég á að vera alveg heiðarleg í svari. Sumir halda ég sé svo mikill nagli og meira að segja nánir vinir höfðu aldrei áhyggjur en ég er mannleg og þegar gagnrýni er orðin að persónulegum árásum þá er ekki hægt annað en að verða fyrir áhrifum á neikvæðan hátt.

Sumar gagnrýnisraddir voru ekki málefnalegar á meðan aðrar voru það.

Fólk má hafa skoðanir og ég virði það og Biggest Loser er umdeilt sem ég skil líka en sumar gagnrýnisraddir voru ekki málefnalegar á meðan aðrar voru það. Ég tók þátt í Biggest Loser af einni ástæðu sem var að hjálpa fólki og ég sé ekki eftir neinu og myndi gera þetta allt aftur.“

Að borða hreinan mat og skipuleggja sig er lykill að árangri

Við spyrjum hvað hún ráðleggur fólki að gera til að koma sér af til þess að lifa heilbrigðara líferni?

„Mitt besta ráð er að skipuleggja sig vel og ákveða æfingatímann og helst hafa hann alltaf á sama tíma.“ Hún segir helstu mistökin vera að fólk ætli sér of mikið í einu og það endi oft ekki vel.
„Ég hef séð fólk ná góðum árangri með því að æfa tvisvar sinnum í viku. Hugsaðu þetta þannig að þú planar æfingarnar svo að þú komist alltaf, hlakkir til og þetta sé ekki kvöð. Það er betra að skipuleggja tvær góðar æfingar í viku og mæta alltaf en að plana fjórum sinnum í viku og enda með því að skrópa eða komast ekki og þannig fá samviskubit eða einfaldlega gefast upp.

Maturinn er svo stór partur af þessu og ég er alltaf að komast betur og betur að því að því einfaldara sem markmið er, því betra. Taktu út gos í fjórar vikur og sjáðu hvað gerist, settu svo markmið að borða grænmeti í öll mál, hvað gerist þá o.s.frv.

Viðtalið við Gurrí er að finna í þriðja tölublaði Vikunnar.

Ef þú ætlar að græja þetta allt í einu, skrá þig í ketó, æfa sex sinnum í viku, henda öllu út – sykri, mjólkurvörum, hveiti og ég veit ekki hvað og hvað þá þori ég að veðja þetta dugar í nokkrar vikur eða mesta lagi í nokkra mánuði. Eitt sem mér finnst líka mikilvægt að benda á er að það þarf að halda helgardögunum líka eðlilegum. Það virkar ekki neitt að vera harður við sig í fimm daga og leyfa sér svo allt í tvo. Þá er betra að halda tempói og prófa líka að tyggja matinn í botn, það eitt og sér svínvirkar,“ segir Gurrý í viðtali við Vikuna

Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -