Seinni verðkönnun vikunnar sýndi að það er allt að 340 prósent hærra verð hjá Blush.is en hjá Lovisa.is sem er ný vefverslun með hjálpartæki ástarlífsins. Blush.is reyndist dýrari í öllum 29 tilfellunum og var verðmunurinn gríðarlegur.
Í seinni verðkönnun vikunnar skoðaði Mannlíf verð á hjálpartækjum ástarlífsins og vörum því tengdu. Skoðaðar voru 29 vörutegundir hjá Blush.is og Lovisa.is sem er ný verslun með slíkan varning. Verð voru fengin inni á vefverslunum fyrirtækjanna tveggja.
Niðurstöður
Lovisa.is var með lægra verð í öllum 29 tilfellunum og verður að segjast eins og er að blaðamaður hefur frá upphafi verðkannana ekki séð slíkan mun á verði gegnum gangandi yfir allar vörur, bæði sem tilgreindar eru í töflu hér að neðan sem og öllum öðrum vörum sem bæði Blush.is og Lovisa.is bjóða upp á. Mesti munurinn var tæp 340 prósent sem er gríðarlegur munur.
13 vörutegundir eru á 100 til 339,6 prósent lægra verði hjá Lovisa.is (Rautt í töflu)
9 vörutegundir eru á 50 til 100 prósent lægra verði hjá Lovisa.is (Blátt í töflu)
7 vörutegundir eru á 9 til 44 prósent lægra verði hjá Lovisa.is (Bleikt í töflu)
Mannlíf hafði samband við eiganda Lovisu.is hann Jón Þór Ágústsson, til þess að fá upplýsingar um verslunina og það hvort verðlagningin væri komin til þess að vera eða að hvort um einhvers konar opnunartilboð væri að ræða, svo ótrúlegur er verðmunurinn. Jón Þór tjáði blaðamanni að verslunin, sem opnaði í byrjun júní, legði áherslu á mikið vöruúrval á sanngjörnu verði sem allir hefðu ráð á að fjárfesta í. Einnig sagði hann að von væri á 200 til 300 nýjum vörum til viðbótar fljótlega. „Verðin eru komin til þess að vera og alls ekki um nein tilboð að ræða“ tjáði Jón Þór blaðamanni að lokum. Þessu ber að fagna því hér eru komin lægstu verð sem sést hafa á Íslandi á kynlífshjálpartækjum og fylgihlutum þorir blaðamaður vel að fullyrða.
Hér að neðan má sjá töflu með öllum upplýsingum.