Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-6.8 C
Reykjavik

Kom til Íslands í stuttbuxum og sandölum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jessi Kingan ólst upp í útborg í Chicago, lærði samskipti við háskóla í Colorado en ákvað að breyta um stefnu í lífinu og verða köfunarkennari. Hún fór til Taílands til að læra að kenna köfun og þar biðu örlögin hennar í líki ungs Íslendings, Jóhanns Jónssonar.

Eftir flakk um heiminn í nokkur ár ákváðu Jessi og Jóhann að flytja til Íslands þar sem þau búa nú á Eyrarbakka ásamt tveimur börnum sínum og reka veitingahús og gistiheimili. Jessi er auk þess ákafur ljósmyndari og hafa myndir hennar oftar en einu sinni unnið til verðlauna á vef National Geographic.

„Ég vissi ekkert um Ísland þegar við ákváðum að flytja hingað,“ segir Jessi og hlær. „Það eina sem ég lærði um landið í skóla var að Ísland væri grænt en Grænland hvítt. En Jóhann var alltaf að segja mér að þetta væri besta land í heimi og eftir að hafa búið í ferðatösku í fimm ár ákvað ég að gefa landinu séns. Við keyptum íbúð í Kópavogi áður en ég hafði komið til landsins og eftir það varð ekki aftur snúið.“

Viðbrigðin við að koma til Íslands eftir flakk um heit lönd voru mikil að sögn Jessi. „Ég þurfti að kaupa mér ný föt frá A til Ö,“ segir hún hlæjandi. „Ekkert sem ég átti fyrir var nothæft á Íslandi. Ég var vön að vera bara á stuttbuxum og sandölum eða í kjólum og bikiníi, en það var ekki alveg að gera sig í íslenskum vetri.“

Spurð hvort hún hafi aldrei heimþrá kemur Jessi af fjöllum. „Nei, alls ekki,“ segir hún hálfhneyksluð. „Ísland er heima núna og ég gæti ekki ímyndað mér að búa annars staðar eins og er.“

Viðtalið við Jessi má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar sem kemur í verslanir í dag.

Myndir / Hákon Davíð Björnsson og úr einkasafni
Förðun / Karen Hauksdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -