Föstudagur 22. nóvember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Garðabær þverneitar fyrir spillingu eftir milljarðasamning Bjargar: „Hagsmunatengslin voru þekkt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir að það kom upp á yfirborðið með umfjöllun Mannlífs að meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Garðabæjar hefði veitt forseta sínum, Björgu Fenger, samning án útboðs upp á einn milljarð króna, þótt hún sé einn stærsti eigandi fyrirtækisins sem hlaut samninginn – Terru – áður Gámaþjónustan – reyndi Mannlíf í nokkra daga að fá viðbrögð frá meirihlutanum í Garðabæ. Þegar engin svör bárust þá setti blaðamaður Mannlífs saman ítarlegan spurningarlista og sendi á þá sem að málinu koma – þann 8. Júlí – og fylgdi með spurningarlistanum þessi fyrirspurn:

Góðan dag.

Ég heiti Svanur Már Snorrason og starfa sem blaðamaður á mannlif.is

Ég skrifaði frétt um samning án útboðs sem Garðabær gerði við fyrirtækið Terra sem er að hluta til í eigu forseta bæjarstjórnar Garðabæjar.

Hér er tengill á fréttina: https://www.mannlif.is/frettir/gardabaer-snidgengur-log-samid-an-utbods-vid-fyrirtaeki-i-eigu-forseta-baejarstjornar/

Ég fer fram á að fá svör og upplýsingar varðandi þetta mál – sem og svör við spurningum Mannlífs varðandi málið sem er að finna hér fyrir neðan í tölvupósti þessum – sem og í meðfylgjandi viðhengi – og minni ég þig á að þér ber að veita umbeðin gögn skv. upplýsingalögum nr. 140/2012.

- Auglýsing -

Yfirskrift póstsins frá Garðabæ var: Svör við fyrirspurn Mannlífs varðandi kaup á færanlegum húseiningum fyrir ungbarnaleikskóla.

Ef ekki var nauðsynlegt eða ólöglegt að gera samning þennan án útboðs, hvers vegna var þá gerður samningur við einmitt þetta fyrirtæki, Terru?

„Eitt megin hlutverka sveitarfélaga er að standa að þjónustu við íbúa sína og hér í Garðabæ hefur mörg undanfarin ár foreldrum ungbarna verið tryggð leikskólavist fyrir börn sín frá um 12 mánaða aldri. Í lok síðasta árs lá fyrir mikil fjölgun leikskólabarna sem mjög brýnt væri að bregðast við með sem hagkvæmustum hætti. Hafist var handa við að athuga þá kosti sem gætu verið í boði með það í huga að hafa tilbúið húsnæði fyrir ungbarnaleikskóla haustið 2021. Niðurstaða þeirrar athugunar sem fór fram var að nota þær húseiningar sem í boði voru hjá fyrirtækinu Terra ehf. Um er að ræða leigu á færanlegum húseiningum samkvæmt samningi sem samþykktur hefur verið í bæjarráði. Með tilkomu starfsemi ungbarnaleikskóla mun Garðabær geta boðið fjölda foreldrum allt að 96 barna leikskólavist í haust.“

- Auglýsing -

Lá það alveg ljóst fyrir að Terra væri hagstæðasti kosturinn fyrir bæjarbúa Garðabæjar sem án alls vafa vilja að sem best sé farið með skattpening þeirra?

„Samningur við Terra ehf. um færanlegar húseiningar fyrir starfsemi ungbarnaleiksóla er mjög hagstæður og kjör samningsins í alla staði eðlileg. Hagkvæmi samningsins birtist fyrst og fremst í þeirri þjónustu sem Garðabær getur veitt sínum íbúum með því að bjóða foreldrum ungbarna leikskólavist frá um 12 mánaða aldri.“

Eruð þið með kláran samanburð varðandi kostnað samningsins við önnur sambærileg fyrirtæki á Íslandi sem mögulega hefðu tekið þátt í útboði verksins, hefði útboðið farið fram?

„Aðrir kostir voru skoðaðir en niðurstaðan var að hagkvæmast væri að semja við Terru og þróa verkefnið með fyrirtækinu á grundvelli samningskaupa sem er viðurkennd innkaupaaðferð og á vel við þegar verið er fara nýjar leiðir en í Garðabæ hefur aldrei verið farin sú leið starfsrækja leikskóla fyrir 4-6 deildir í færanlegum húseiningum. Í samningsferlinu hefur verkefnið verði mótað sameiginlega af aðilum eins t.d. hönnun þakgerðar og ísetning lagna fyrir gólfhita sem er mjög til þæginda fyrir starfsemi ungbarnaleikskóla. Þá hefur leikskólastjóri, sem ráðinn hefur verið til að stýra skólanum, komið að yfirferð teikninga og í þeirri sameiginlegu yfirferð hefur m.a. verið hægt að verða við óskum sem fram hafa komið t.d. á uppröðun á eldhúsi, stærð glugga o.fl.“

Er á einhvern hátt eðlilegt að bæjarstjórn sjötta stærsta sveitarfélags Íslands, Garðabær, geri samning þar sem deginum ljósara er og án alls vafa að hagsmunatengsl eru mikil á milli bæjarstjórnar Garðabæjar og forseta bæjarstjórnar? Ef þið teljið þennan samning hafa verið gerðan án vitneskju ykkar um áðurnefnd hagsmunatengsl þá bið ég ykkur að staðfesta það – vissuð þið eða ekki af áðurnefndum hagsmunatenglsum?

„Í málum sem hafa verið til afgreiðslu í bæjarstjórn er varða málefni Sorpu bs, þar sem fjallað hefur verið um gjaldskrár og fjármál byggðasamlagsins hefur Björg Fenger, bæjarfulltrúi vikið sæti við afgreiðslu og umræðu um viðkomandi mál og gætt í hvívetna hæfisreglna sveitarstjórnarlaga. Hagmunatengslin voru þekkt en eignarhald eða önnur tengsl einstakra bæjarfulltrúa í fyrirtækjum útilokar ekki að bæjarstjórn taki ákvörðun um viðskipti við viðkomandi fyrirtæki. Bæjarfulltrúi sem veit hæfi sitt orka tvímælis ber skylda til að vekja athygli á því og ber að ávallt að yfirgefa fundarsal við meðferð máls og afgreiðslu. Það hafa bæjarfulltrúar í bæjarstjórn Garðabæjar ávallt gert til að gæta hæfisreglna og þá lýst sig vanhæfa til þátttöku í meðferð og afgreiðslu einstakra mála.“

Eru slík vinnubrögð, að veita samning án útboðs með hliðsjón af augljósum hagsmunatengslum, algeng í bæjarstjórn Garðabæjar, og þar á ég við meirihluta Sjálfstæðisflokksins? Er svona samningagerð án útboðs og með augljósum hagsmunatengslum eitthvað sem mætti kalla „algengt og/eða almennt fyrirkomulag,“ og þá gert í fullri samvinnu og sátt við minnihlutann í bæjarstjórn?

„Við skoðun á fundargerðum bæjarráðs má sjá með augljósum hætti að almennt gildir sú regla að verkframkvæmdir eru boðnar út. Á árinu 2021 hafa verið opnuð tilboð í þrettán verkefni, ýmist verkframkvæmdir eða aðra þjónusta. Við afgreiðslu á samningi um leigu á færanlegum húseiningum fyrir ungbarnaleikskóla hefur þess verið gætt að hagsmunatengsl hafa ekki haft nein áhrif á ákvörðunartöku í málinu. Bæjarfulltrúinn Björg Fenger sat ekki fund bæjarráðs þar sem samningurinn var samþykktur og það vita það eða eiga vita það allir bæjarfulltrúar að Björg hefur ekki haft nein afskipti að málinu.“

Hvaða einstaklingur setti fram þá hugmynd að skynsamlegast væri að sleppa útboði varðandi þennan samning sem gerður var við Terra, og er því að einhverju eða að miklu leyti ábyrgur fyrir því að málið var afgreitt án útboðs og til hagsmunaaðila sem er forseti bæjarstjórnar Garðabæjar? Það getur ekki verið, eða er að minnsta kosti afar ólíklegt, að allir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ hafi á sama andartaki fengið þessa „hugmynd“ og síðan framkvæmt hana – eða hef ég rangt fyrir mér í þeim efnum?

„Eins og fram kemur í svari við spurningu nr. 1 lá það fyrir í lok síðasta árs að vegna mikillar fjölgunar barna á leikskólaaldri væri brýnt að leita leiða til að geta veit foreldrum ungbarna leikskólavist fyrir börn sín. Það var sameiginlegt verkefni starfsmanna bæjarins að kanna hvað kostir væru í boði og sameiginleg niðurstaða að hagkvæmasti kosturinn væri að semja við Terra ehf, um leigu á færanlegum kennslustofum. Garðabær er stoltur af því að opna nýjan ungbarnaleikskóla í haust þar sem tekið verður á móti fjölmörgum leikskólabörnum og þannig komið á móts við þarfir mjög margra ungra foreldra í bæjarfélaginu. Sjá frétt að vef bæjarins: Leikskólinn Mánahvoll tekur til starfa í haust https://www.gardabaer.is/stjornsysla/utgefid-efni/frettir/leikskolinn-manahvoll-tekur-tilstarfa-i-haust

Mannlíf mun fjalla áfram um þetta mál.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -