Föstudagur 27. desember, 2024
4 C
Reykjavik

„Golíat kærir Davíð. Þetta verður fjör“- ÁTVR kærir heimsendingar á guðaveigum og saka um skattsvik

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

ÁTVR hefur lagt fram kæru á hendur Arnari Sigurðssyni, frönsku netversluninni Santewines SAS og innflutningsfyrirtækinu Sante til lögreglu og skattayfirvalda.

Samkvæmt heimildum Mannlífs hafa kærur líka verið lagðar fram gegn Bjórlandi, Brugghúsinu Steðja sem og eigendum þessara fyrirtækja.

Arnar Sigurðsson – eigandi Santewines SAS og Sante – rekur netverslun með áfengi sem er með lager hér á landi, og í maí síðastliðnum hóf netverslunin að bjóða upp á heimsendingu á áfengi.

Þetta fór ekki vel í stjórn ÁTVR sem gaf út skömmu seinna að unnið væri að því að fá lögbann lagt á þessa starfsemi; ÁTVR taldi að um væri að ræða brot á einkaleyfi þess til að selja og afhenda áfengi í smásölu.

- Auglýsing -

Geta meint brot netverslunar Arnars að mati ÁTVR varðað sektum og/eða fangelsi.

Arnar virðist samkvæmt samfélagsmiðlum njóta talsverðs stuðnings og margir sem telja kæru ÁTVR vera dæmi um klassíska einokunarstarfsemi og óþörf ríkisafskipti. Til að mynda segir Magnús Ragnarsson framkvæmdarstjóri sölu hjá Símanum á Twitter:

„Golíat kærir Davíð. Þetta verður fjör. Þykist vita að Arnar sé helpeppaður!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -