Tónlistarkonan, ljóðskáldið og þýskufræðingurinn Ingibjörg Helga Steingrímsdóttir var að gefa út sitt annað lag. Lagið heitir Good Place og semur Ingibjörg, sjálf bæði lag og texta. Ásmundur Jóhannsson sá um hljóðblöndun og Jóhann Ásmundsson um masteringu.
Ingibjörg er 25 ára Kópavogsmær og aðspurð um hvað lagið fjalli svaraði Ingibjörg: „Lagið fjallar um eitthvað sem margir tengja við og ég upplifi að sjálfsögðu líka, að festast inni í sér og finnast það flókið að lifa lífinu til fulls. Að komast á þannig stað getur krafist mikils styrks og heppni, að finna réttu dyrnar á réttum tíma og vita að það er hægt að opna þær“.
Fyrsta lag Ingibjargar heitir Dance again og kom það út árið 2019 og hér má hlýða á nýja lagið hennar Ingibjargar Helgu, Good Place.
Hér má finna Instagram reikning Ingibjargar