Friðsælustu lönd í heimi hafa verið uppfærð fyrir árið 2021 og er Ísland enn og aftur friðsælasta land í heimi. Frá þessu er greint á síðunni Vision of humanity.
Á eftir Íslandi sem hefur verið friðsælastalandið síðan 2008, sem friðsælustu lönd í heimi koma, Nýja sjáland, Danmörk, Portúgal og Slóvenía. Hins vegar er Afganistan ófriðsælasta landið fjórða árið í röð og þar á eftir fylgja Jemen, Sýrland, suður Súdan og Írak, sem ófriðsælustu lönd í heimi.
Löndunum er raðað upp í röð frá 1 upp í 163 þar sem Ísland er númer 1 en Afganistan númer 163. Listann í heild sinni má nálgast inn á Vision og humanity.