Pálmi Stefánsson (Pálmi í Tónabúðinni) lést á sjúkrahúsinu á Akureyri þann 15. júlí. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Soffíu Kristínu Jónsdóttur og þrjú börn þau Hauk Pálmason, Björk Pálmadóttur og Önnu Berglindi Pálmadóttur.
Pálma þekktu eflaust margir en hann stofnaði bæði Tónabúðina á Akureyri og var stofnandi hljómsveitarinnar Póló, sem var gríðarlega vinsæl hér á landi um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Pálmi stofnaði einnig Tónaútgáfuna sem gaf út hljómplötur með mörgum þekktum einstaklingum og hljómsveitum.
Mannlíf sendir fjölskyldu og aðstandendum Pálma, innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans.