Leikkonan Saga Garðarsdóttir hvetur konur til berbrjósta hópferðar í Sky lagoon baðlónið. Ástæðan er sú að þar var Diljá Sigurðardóttur rekin upp úr um helgina því hún var topplaus í lóninu. Svo virðist sem uppákoman hafi komið af stað annarri #FreeTheNipple byglju hér á landi.
Ein fjölmargra kvenna sem fullyrðir að hún mæti sannarlega í hópferðina er áhrifavaldurinn og hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak. Hún biður um frekari upplýsingar um tímasetningu:
„Dagsetning and I am there.“
Júlíanna er sko líka til. „Hver vill gefa mér far og vera memm topless í sky lagoon á morgun/í dag?,“ segir Júlíanna. Og Helga Malen tekur í sama streng. „Ég er á leiðinni berbrjósta í sky lagoon.. hver er með?,“ spyr Helga.
Saga lék í #FreeTheNipple atriði áramótaskaupsins fyrir nokkrum árum þar sem gert var grín að fáránleikanum við það að konur megi ekki vera berar að ofan í sundi. Saga bað netverja um að finna atriðið fyrir sig og má finna atriðið hér að neðan.
Þessi? pic.twitter.com/OOv4vTCoKD
— Brynjar syfjaðr’ (@Brinni1) July 18, 2021