Neytandi nokkur skellti sér í Kjörbúðina á Hellu á dögunum og var heldur betur brugðið yfir upphæðinni sem hún þurfti að reiða af hendi fyrir lítilræðið, en hún þurfti að greiða tæplega 4.700 krónur.
Það sem fékkst fyrir upphæðina var ekki mikið eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hér að neðan.
Mannlíf athugaði málið
Mannlíf athugaði hvað vörurnar myndu kosta hjá Nettó sem er sama fyrirtæki og á og rekur Kjörbúðirnar og hjá Krónunni. Bæði Nettó og Krónan skilgreina sig sem lágvöruverðsverslanir.
Sama karfa kostar 4.372 krónur hjá Krónunni og 4.212 krónur hjá Nettó. Karfan er því tæpum 4 prósentum dýrari hjá Krónunni en Nettó.
Sé miðað við að karfan hafi kostað 4.700 krónur hjá Kjörbúðinni Hellu sem ekki gefur sig út fyrir það að vera lágvöruverðsverslun eru vörurnar 7,5 prósent dýrari þar en hjá Krónunni sem verður að teljast undarlegt í ljósi þess að Krónan á að heita lágvöruverðsverslun.
Karfan er svo 11,6 prósentum dýrari hjá Kjörbúðinni á Hellu en hjá Nettó.