Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Daníel grunaður um morð í Kaliforníu: „Ég hlýt að hafa brotið á henni höfuðið með ísnál “

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tvítugur Íslendingur að nafni Daníel Gunnarsson hefur verið ákærður fyrir morð í borginni Ridgecrest sem er í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum. Daníel liggur undir grun að hafa banað stúlku sem var með honum í bekk og hlutað svo lík hennar í sundur. Daníel hefur verið búsettur í Ridgecrest til nokkurra ára en þangað fluttist hann með móður sinni sem er tékknesk. Faðir hans er Íslendingur. DV fjallaði fyrst um málið.

 

Daníel Gunnarsson

Daníel alblóðugur á morðstað

Þann 18. maí uppgötvaði lögregla ákafleg illa farið lík stúlkunnar í bílskúr við heimili stjúpföður Daníels. Hann var handtekinn á staðnum og var hann blóðugur á höndum, hálsi og buxum. Talsvert hefur hefur verið fjallað um mál Daníels en verði hann fundinn sekur fær hann lífstíðardóm í fangelsi sökum alvarleika meints glæps. Honum er haldið í gæsluvarðhaldi án möguleika á því að ganga laus gegn tryggingu.

 

Fórnarlambið

- Auglýsing -

Stúlkan sem var myrt hét Katie Pham og var hún 21 árs gömul. Daníel og Katie þekktust vel en þau voru bekkjarfélagar í Burroughs High school og útskrifuðust þaðan saman árið 2018. Stjúpfaðir Daníels telur að þau hafi verið í ástarsambandi sem hafi lokið deginum áður en Katie var myrt.

 

Katie Pham

 

- Auglýsing -

Mikið blóð á vettvangi morðsins

Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa varpað upp ýmsum getgátum meðal annars því að Daníel hafi drepið Katie vegna þess að hún hafi ekki viljað ástarsamband með honum. Fjölmiðillinn NBC, KGET 17 sem hefur fjallað talsvert um morðið og allt sem því tengist segir að aðkoma lögreglu að vettvangi morðsins hafi verið lýst sem „Bloody morning“ eða blóðugum morgni.

Játning liggur fyrir

Daníel sem var handtekin á vetfangi glæpsins hefur setið í gæsluvarðhaldi æ síðan og er næsta vitnaleiðsla í málinu fyrirhuguð í ágúst byrjun. Fram kemur í fjölmiðlum að verið sé leggja mat á geðheilsu Daníels. Þá kemur einnig fram að Daníel á að hafa játað morðið á Katie og sagt við rannsóknarlögregluna að hann hafi notað ísnál við verknaðinn. „Ég hlýt að hafa brotið á henni höfuðið með ísnál “ á Daníel að hafa tjáð rannsóknarlögreglunni . Áverkar á líki Katie voru mjög miklir, meðal annars fjölmörg stungusár bæði á líkama og aftan á höfði. Þá lítur út fyrir að lík Katie hafi verið hlutað í sundur eftir dauða hennar.

 

Daníel Gunnarsson í réttarsal

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -