Sædís nokkur er athugull neytandi og fannst henni svínað á sér í gær þegar hún heimsótti veitingastaðinn Ice Cave Bistro í Vík í Mýrdal. Þar pantaði hún sér hamborgara með frönskum kartöflum og var hún hvorki ánægð með réttinn né verðlagið.
Sædís fjallar um upplifun sína í fjölmennum hópi matarunnenda á Facebook, Matartips!. Þar birtir hún jafnframt mynd af matnum sem hún fékk:
„2490 krónur er það ekki dálítið vel í lagt fyrir þetta?“
Fjölmargir matarunnendur furða sig á framsetningu réttarins og flestir þeirra telja diskinn ekki þessarar upphæðar virði. Arndís á ekki til orð yfir lýsingunni. „Ha??? Neiii hættu hvar er þetta ætla ekki að lenda í þessu,“ segir Arndís. Og það á Arnór ekki heldur. „Þessi mynd rændi mig sálinni.“