Laugardagur 23. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Ingunn trítilóð eftir 1.250 króna kaffibolla í Skaftafelli: „Þvílík græðgi og frekja!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ingunni og manni hennar, sem skruppu inn að fá sér kaffibolla í Skaftafelli, var verulega brugðið þegar þau kíktu svo í heimabankann sinn en þar var búið að stofna kröfu upp á 850 krónur fyrir það að leggja bifreiðinni fyrir utan staðinn á meðan þau drukku kaffið.

Kaffibolllinn plús bílastæði kostar 1.150 krónur

Græðgi, frekja og svívirðilegir viðskiptahættir

„Hringdum og spurðum hvað þetta væri. Jú það kostar 850 kr að LEGGJA BÍLNUM á stæðinu fyrir utan búlluna ef stoppað er LENGUR en 10 mínútur inni!“. Neytandinn segir þetta þvílíka græðgi, frekju og hreinlega svívirðilega viðskiptahætti. Þangað mun viðkomandi aldrei fara aftur eftir þessa reynslu og skildi engan undra því kaffibollinn er orðin ansi dýr, nema að fólk geti svolgrað honum í sig á nokkrum mínútum til þess að sleppa við bílastæðagjaldið.

„Suðausturhornið lyktar af svo mikilli græðgi að mér er um og ó. Hostel í Vík í eldgömlu myglulyktandi húsi með herbergi uppá hanabjálka og wc í hálfgerðum skáp á næstu hæð, örmjó rúm. Dyraop ekki full hæð, þröngur stigi, mjög bágborið. Verðlagt á ein 15 þúsund. Mig langar ekki þangað í bráð“.

Mannlíf kannaði málið

Mannlíf hafði samband við kaffiteríuna í þjóðgarðinum í Skaftafelli og þar fengust þær upplýsingar að bílastæðið kosti 750 krónur eftir 15 mínútur, það gjald gildir fyrir allan daginn. Verðið á kaffibollanum er 400 krónur, svo ef fólk vill njóta þess að drekka bollann í rólegheitunum er verðið með bílastæðisgjaldinu 1.150 krónur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -