Tæplega tvö hundruð farþegar á leið til Íslands frá Spáni bíða nú á flugvellinum í Tenerife; flugi þeirra til Íslands með Icelandair var aflýst, en flugið átti að hefjast klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma; hafði ítrekað verið frestað, en var aflýst síðdegis.
Upplýsingafulltrúi Icelandair, Ásdís Ýr Pétursdóttir, segir að bilun hafi komið upp í vélinni, en farþegunum verði flogið heim til Íslands á morgun, líklega á sama tíma og áætlað var í dag. Farþegarnir bíða nú á flugvellinum í Tenerife en verða fljótlega fluttir á hótel Tenerife fyrir nóttina.