Föstudagur 13. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Hræðilegt ástand á Tjaldsvæðinu Lónsá: „Þar er engin varsla, klósettin stífluð og rusl út um allt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekki virðist ástandið gott á tjaldsvæðinu Lónsá sem stendur norðan við Akureyri, ef marka má umsagnir fólks sem hefur sótt það heim upp á síðkastið. Um málið er fólk að tjá sig inn á Facebook hópnum Tjaldsvæði – umræðuvettvangur. Tjaldsvæðið virðist vera í umsjón Útilegukortsins.

Árni nokkur hafði þetta að segja um tjaldsvæðið á Lónsá: „Forðuðum okkur áðan af tjaldsvæðinu Lónsá, norðan við Akureyri. Þar er engin varsla, klósettin stífluð og rusl út um allt. Ekki næst í neinn ábyrgan aðila um þetta rugl“. Tjaldsvæðið er sagt eitt moldarflag og svo virðist sem fjöldi fólks hafi nú í sumar haft samband og látið vita af bágbornu ástandinu á svæðinu, ekkert virðist þó lagast við það.

Guðmundína tjáði sig um ástandið:Vorum þarna í nótt þvílíkur viðbjóður og þetta hafði Sylvía að segja:Ætluðum einmitt að vera þar þessa vikuna, snerum við um leið og við keyrðum inn á þetta moldaravæði. Ógeðslegt plan og ekki séns að ná í einn né neinn sem sér um þetta… eiginlega bara til skammar. Gísli lét ekki sitt eftir liggja og bætti við: Held að reynslan af tjaldstæðum sem taka við útilegukortinu sé á leið í ruslið. Slæmt fyrir þau stæði sem þó eru að standa sig og taka við þessum annars góða kosti.

Soffía spáði í hvar ábyrgðin lægi: Hvað segja þeir sem gefa út Útilegukortið? Er þeirra þáttur enginn í svona máli? Varla boðlegt að bjóða upp á svona tjaldstæði hjá Útilegukortinu. Sigurbjörn sagði að þetta væri ekkert nýtt:Við erum búin að skoða þetta tjaldsvæði núna þrjú sumur í röð og alltaf hefur það verið jafn óvistlegt.

Vorum þarna og skildist að einhver væri að sjá um þetta og ég kvartaði og þá áttu krakkar að sjá um svæðið því eigandi í fríi en engin innkoma fólk getur ekki borgað með útilegukorti né rafmagn og þetta er það sjoppulegasta svæði sem ég hef farið á

Vonandi þeir sem sjá um tjaldsvæðið að taka við sér enda ekki seinna vænna því sumarið fer að líða undir lok.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -