Eins og fram hefur komið hefur ríkisstjórn Íslands að afloknum fundi sem stóð í þrjár klukkustundir að hámark megi 200 hundruð manns koma saman; fjarlægðarmörk verða einn metri og opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur þurfa staðirnir að loka klukkustund fyrir miðnætti. Þá verða fjöldatakmarkanir í sundlaugar og líkamsræktarstöðvar teknar upp á nýjan leik.
Reglubreytingarnar taka gildi á miðnætti aðfaranótt sunnudags og verða að minnsta kosti í í gangi í þrjár vikur.
Eitt af málunum sem hafa verið í brennidepli undanfarið er hvort slá þurfi af stórar útihátíðir og nú er ljóst að svo verður.
Hörður Orri Grettisson er formaður þjóðhátíðarnefndar ÍBV og lét hafa eftir sér strax eftir að nýju reglur ríkisstjórnarinnar lágu fyrir „að nefndin skoðaði nú hvort fresta mætti hátíðinni; mögulega halda hana þegar eftir þrjár vikur.“