Stofnandi Unity Software – Davíð Helgason – hefur verið í miklu stuði á fasteignamarkaðnum hérlendis að undanförnu. Hann hefur keypt tvö einbýlishús á Seltjarnarnesi sem standa á samliggjandi lóðum og greitt rúmlega milljarð króna herlegheitin.
Davíð – sem er bróðir fjölsmiðlamannsins landsþekkta, Egilss Helgasonar, á nú í eignasafni sínu, meðal annars, hús að Steinavör 10 á Seltjarnarnesi sem hann keypti á litlar 500 milljónir króna. Steinavör 10 stendur á lóð sem sem er 5.000 fermetrar að stærð: nær frá veginum Suðurströnd og út að sjó. Eignin Steinavör 10 er við hlið Hrólfsskálavarar 2, sem Davíð festi kaup á í lok síðasta árs; seljandinn var af Arion banki og kaupverðið 563 milljónir króna. Nefna má aað sú eign, það hús, er 630 fermetrar að stærð, en Arion banki eignaðist húsið við skuldauppgjör við Skúla Mogensen, stofnanda Wow Air – fyrr á árinu 2020.
Davíð hefur lengi verið búsettur í útlöndum; hefur hann boðað frekari fjárfestingar á Íslandi í nýsköpunartengdri starfsemi.
Bandaríska tímaritið Forbes metur nú auðæfi fjárfestisins Davíðs Helgasonar á einn milljarð dollara. Davíð er því kominn inn á lista tímaritsins yfir milljarðamæringa þessa heims.
Davíð er í sæti 2.674 á listanum, en hann er meðstofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity, sem var sett á laggirnar árið 2004 í Danaveldi. Margir af stærstu tölvuleikjaframleiðendum heims nota hugbúnað Unity. Fyrirtækið var skráð á hlutabréfamarkað í september á síðasta ári; Davíð á rúm 3 prósent í fyrirtækinu. Frá þeim tíma er fyrirtækið var skráð á markað hafa auðæfi Davíðs aukist mjög mikið, og miðað við fasteignakaupin hér á landi þá veit hann ekki aura sinna tal.