Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Framkoma Íslendinga í garð útlendinga er til skammar: „Ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýverið birtist grein á Mbl sem fjallaði um það að verið væri að kvarta yfir erlendu starfsfólki hjá N1. Kvartanirnar voru þess eðlis að starfsfólkið væru ekki Íslendingar og töluðu ekki íslensku. Jafnvel er kvartað beint við starfsfólkið sjálft. Í Facebook hópnum Foreigners in Iceland/Útlendingar á Íslandi tjáir fólk sig um fréttina og það er óhætt að segja að almennt ríki ekki ánægja með Íslendinga sem láta svona í garð erlends starfsfólks. Á meðal ummæla undir færslunni eru nokkur hreint sláandi.

 

Útlendingar og Íslendingar tjá sig

Gabriele segir að það séu nú ekki margir Íslendingar sem fáist til þess að sinna sumum störfum. Hazem segir að Íslendingar muni ávallt finna sér eitthvað til þess að kvarta yfir í garð útlendinga, brosa jafnvel framan í mann og fara svo að kvarta yfir manni. Ef fólk er óánægt getur það bara tekið bensín annars staðar. Bruno segir að ef til vill ættu þessir  Íslendingar að fá sömu laun og útlendingar og undir það tekur Julien.

Lóa segir að Íslendingar séu dónalegir, fáfróðir snobbarar, ásamt fjölda annarra neikvæðra atriða. Lóa kveðst skammast sín fyrir að vera Íslendingur að lokum. Mamake tekur undir með fyrri ummælum og segir að þetta sé allt rétt. Þeir hlægja framan í mann og fara á bak við mann og tala um mann. Hann kveðst vinna á bensínstöð og hann tekur undir allt sem fram hefur komið, eru vingjarnlegir við mann í eigin persónu en í síma mjög dónalegir og spyrja mann af hverju maður sé að vinna þarna fyrst ég tali ekki íslensku og krefjast þess svo að tala við Íslending. Seinna þegar þú sérð hvaða manneskja var í símanum missir maður kjálkann ofan í gólf af undrun. Ég hef stundum farið grátandi heim úr vinnunni.

 

- Auglýsing -

Alvarleg tilfelli á leikskólum

Rós segir að hún viti dæmi þess að leikskólakennari barns hafi tilkynnt til barnaverndarnefndar vegna þess að ekki var töluð íslenska við barnið heima og leikskólakennarinn gekk jafnvel svo langt, að stinga upp á því að barninu væri komið fyrir hjá íslenskri fjölskyldu um helgar. Paula svarar Rós og segir að áður en þau fjölskyldan flutti til Reykjavíkur þá hafi stjórnandi leikskólans sem sonur hennar var á, flokkað börnin í hópa. Alvöru íslensk börn saman og börn sem átti foreldra af erlendum uppruna saman. Paula segir að manneskjan hafi verið með fáránlegar útskýringar sem héldu ekki vatni, er hún var spurð út í það af hverju hún væri að flokka börnin með þessum hætti. Þetta varð til þess að sonur Paulu gat ekki leikið sér við sinn besta vin nokkrum sinnum. Foreldrar barna af erlendum uppruna báru fram kvörtun og á endanum hætti þessi kona. Paula segir að nokkrir leikskólakennarana hefðu líka verið í uppnámi vegna uppátækisins, og það hjálpaði segir Paula að lokum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -