Í gær greindust 71 smitaður af Covid-19 innanlands, 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Af þeim sem greindust voru 53 fullbólusettir en 16 óbólusettir. Tveir einstaklingar eru inniliggjandi á sjúkrahúsi. Engin greindist á landamærunum.
1.805 eru í sóttkví og 612 í einangrun. Nýgengni innanlands smita hefur farið ört vaxandi eða úr 135 upp í 154,3 frá því í gær.
Ástandið er allt annað en gott og nú rennum við yfir það helsta sem hefur komið upp í tengslum við Covid– 19 í dag:
Þrír starfsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu eru smitaðir. Tveir starfsmenn sem sinnir heimahjúkrun frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og starfsmaður á heilsugæslunni Sólvangi. Þetta kom fram í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ljóst er að smitin sem uppkomu þarna í dag hafa mikil og víðtæk áhrif á alla starfsemi.
Hert var á reglum um sóttkví en þær verða eins og þær voru áður en byrjað var að bólusetja. Nú skiptir ekki máli hvort einstaklingur sé bólusettur eða ei þegar kemur að sóttkví.
30 manns hafa bæst í einangrunar vist í sóttvarnarhúsi síðan í gær en vel gekk að opna þriðja húsið þrátt fyrir það að útlitið væri svart í gær vegna manneklu. 15 af þeim 30 dvelja nú í nýopnuðu sóttvarnarhúsi á Snorrabraut þar sem Fosshótel Baron er til húsa. Margir tóku við sér og sóttu um starf eftir að Gylfi Þór lýsti ástandinu í sóttvarnarhúsunum í gær. Gylfi segir að í kringum 70 umsóknir hafi borist en hingað til hafa sjö starfsmenn sinnt 130 gestum og nú 160.
Ástandið á Landspítalanum batnar ekki síður en svo en á þriðja hundrað starfsmanna eru í vinnusóttkví og þeim á eftir að fjölga. Þrír eru í innlögn með Covid-19. Þá eru 608 í eftirliti á Covid-göngudeild, þar af 62 börn. Þrettán starfsmenn eru í einangrun og 27 í sóttkví A en 244 í vinnusóttkví.