Ökumaður smitaður af Covid-19 velti bíl sínum á Bústaðarvegi í gærkvöldi á meðan hann hefði átt að vera í einangrun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu grunar manninn jafnframt um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Talsverðar skemmdir urðu á ljósastaur, vegriði og straur við veltuna.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.Upp úr átta í gærkvöldi var tilkynnt um slys í kvikmyndahúsi í Vesturbæ. Maður ætlaði að hlaupa út úr húsi til að læsa bifreið sinni áður en kvikmyndin byrjaði og hljóp í gegnum rúðu.
Síðla í gærkvöldi barst tilkynning um slys í Hafnarfirði þar sem kona féll af hestbaki og hesturinn ofan á hana. Konan bæði handleggsbrotnaði og fór úr axlarlið.
Upp úr miðnætti var maður handtekinn í annarlegu ástandi í Breiðholti. Sá var vistaður í fangageymslu sökum ástands. Í sama hverfi voru tveir ökumenn stöðvaðir og reyndust bifreiðar þeirra með sama skráningarnúmerið. Annar þeirra reyndist ekki vera með ökuréttindi heldur. Í Breiðholtinu var þriðji ökumaðurinn stöðvarður í nótt, grunaður um akstur án ökuréttinda og reyndist bifreiðin jafnramt ótryggð.
Rétt fyrir miðnætti var bifreið stöðvuð við Gullinbrú í Grafarvogi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Bifreiðin reyndist einnig vera ótryggð.