Nú hefur verið staðfest að John Snorri, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr hafa náð toppi fjallsins K2 áður en þeir létust. Yfirlýsing frá bæði syni Ali Sadpara og Team ali Sapdara staðfesta það.
Þeir komust á toppinn
Í yfirlýsingunni segir að með tilliti til staðsetningar klifurbúnaðar mannana sé það ljóst að þeir voru á leið sinni niður aftur af toppi K2 er þeir létust. Þar kemur einnig fram að þeir hafi látist af sökum þess mikla kulda sem þar var.
Erfitt að flytja líkin að svo stöddu
Búið er að koma líkum mannanna þriggja fyrir á öruggum stað en ekki er unnt að sækja þau ða svo stöddu vegna mjög erfiðra skilyrða á staðnum. reynt verður að gera það um leið og færi gefst en eins og staðan er núna er það bæði mjög hættulegt og myndi stofna lífi þeirra sem kæmu að verkinu í talsverða hættu. Málið er í höndum Pakistanskra stjórnvalda sem ætla að skoða málið og reyna svo að endurheimta lík mannanna af K2 þegar viðunandi skilyrði eru og réttur tækjabúnaður fæst til verksins.
Kom líki föður síns einn frá flöskuhálsinum niður í grunnbúðir 4
Sonur Ali Sadpara, Sajid Ali Sadpara kom líki föður síns, eins síns liðs frá svo kölluðum flöskuhálsi K2 niður að grunnbúðum númer 4. Þar hélt hann litla athöfn að sið múslima og las yfir honum bænir að ósk móður sinnar.