Dauðadrukkinn sóttvarnadólgur þverskallaðist við að hlýða lögreglu og var handtekinn við Hlemm. Maðurinn átti að vera í sóttvarnahús en braut gegn því og þvældist drukkinn um borgina. Lögreglan tók hann engum silkihönskum en færði hann í fangageymslu þar sem hann dúsir nú.
Nóttin í Reykjavík var að öðru leyti róleg en eitthvað um ölvunarakstur. Bifreið stöðvuð eftir hraðamælingu á 113 kílómetra hraða á Breiðholtsbraut. Ökuníðingurinn er grunaður um ölvun við akstur. Annar ökumaður, sem var stöðvaður, reyndist vera án réttinda og hafði aldrei tekið bílpróf. Í bifreiðinni fannst mikið magn af áfengi og er ökumaðurinn grunaður um sölu áfengis.
Nokkurt uppistand varð í verslun um miðbik nætur. Kona sem reyndist vera með fíkniefni var staðin að því að reyna að stela kerti. Kærasti hennar var staðinn að þjófnaði. Málið var afgreitt með vettvangsskýrslum.