Uppnám varð við Hvaleyrarvatni þegar hópur manna með barefli réðst að sögn á unglinga. Lögreglan fékk tilkynningu um ofbeldið en ekki tókst að hafa hendur í hári ofbeldisannanna og er málið því óupplýst.
Í dagbók lögreglu kemur fram að nóttin var fremur róleg og um hefðbundin smærri afbrot að ræða. Nokkrir voru á sveimi í annarlegu ástandi, þeirra á meðal einstaklingur sem missti stjórn á sér á veitingastað. Hann var handtekinn, læstur inni, og sefur nú úr sér á gúmmídýnu í boði lögreglunnar.
Annar var ofurölvi í miðborginni. Hann neitaði að gefa upp kennitölu, óhlýðnaðist lögreglu og hafði í hótunum við verði laganna. Maðurinn var einnig læstur inni og sefur úr sér í húsnæði lögreglunnar.
Nokkuð var um líkamsárásir og slagsmál. Þá tókst að hafa hendur í hári sóttvarnadólgs sem braut sottkví og var á sveimi innan um almenning. Hann var læstur inni.