Talsvert var um að fólk hópaði sig saman um Verslunarmannahelgina og efndi til einkahátíða. Nokkur hópur unglinga efndu til einskonar útihátíðar á flötinni framan við lögreglustöðina á Siglufirði, innan um fjölskyldufólk. Mikil gleðilæti hófust þegar leið á aðfaranótt laugardags. Fjölskyldur á svæðinu kvörtuðu en árangurslaust. Unglingarnir tóku þessu illa og veittust að fjölskylduföðurnum. Gleðin stóð til klukkan fimm um morguninn þegar partýfólkið lognaðist út af. Þrátt fyrir kvartanir gerðu verðir tjaldstæðisins ekkert til að þagga niður í fólkinu eða færa ófriðarseggina.
Þegar sama staða kom upp nóttina eftir tók fjölskyldan sig upp og flúði svæðið. Klukkan var tvö um nóttina þegar þau héldu viðstöðulaust til Sauðarkróks þar sem friðsæld ríkti og þau náðu að komast í ró þar sem fuglasöngurinn einn rauf kyrrðina. Svipuð staða kom upp á Akureyri þar sem drykkjulæti voru til ama fólki sem vildi njóta útilegunnar.
Víðast hvar á landinu var friðsælt og fólk skemmti sér á heilbrigðan hátt í náttúru sem á sér engan líka. Flestir voru með smitvarnir í lagi, enda ekki lítið um fjölmennar samkomur.