Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Hræðileg reynsla Önnu í Costco: „Hafa aðrir lent í svipuðu?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna nokkur lýsir hræðilegri reynslu sinni af notkun sólarvarnar sem hún keypti í Costco-versluninni hérlendis. Eftir að borið kremið á sig varð hún mjög slæm í húðinni og segir Anna aldrei hafa lent í neinu svipuðu áður.

Þessa sólarvörn keypti Anna í Costco.

Sögu sína segir Anna í fjölmennu samfélagi unnenda verslunarinnar á Facebook, Costco-gleði. Við skulum gefa henni orðið.

Hræðileg reynsla af þessari sólarvörn frá Costco, hafa aðrir lent í svipuðu? Keyptum 30 til öryggis, kaupum alltaf froðuvörn 20. Aldrei orðið svona. Ég er með mjög sterka húð en varð lîka slæm (ekki svona samt), erum búin að vera að spá i þetta. Höfum aldrei lent i neinu svona.“

Fjölmargir tjá skoðun sína undir færslu Önnu. Flestir virðast hafa góða reynslu af þessari sólarvörn sem hún notaði og því geti ástæðan verið önnur en kremið. Guðbjörg er ein þeirra: 

„Á smá erfitt með að skilja að viðkomandi hafi ekki verið með meiri meðvitund en þetta. Ég fynn nú yfirleitt fyrir því þegar mig byrjar að svíða í húðina, sko áður en húðin verður svona mikið brennd,“ segir Guðbjörg.

Gæti þetta frekar verið sólbruni heldur en slæm sólvarvörn?

Hulda er sannfærð um að sólarkremið sé ekki orsakavaldurinn. „Þetta lýtur mikið frekar út eins og slæmur bruni eftir sól heldur en eitthvað eftir sólarvörnina,“ segir Hulda. 

- Auglýsing -

Guðrún Ósk hefur hins vegar upplifað svipaða hluti. Svona verð ég ef ég nota nivea sólarvörn. Bara eitthvað efni í henni sem ég þoli ekki og brenn á núlleinni. Tekur mig alveg langan tíma að tengja við hana. Kannski er það akkúrat málið hérna, bendir Guðrún á. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -