- Auglýsing -
Hæst ber í störfum lögreglu þennan daginn að maður fannst sofandi í ruslagámi utan við Hótel Baron. Gámur var fyrir úrgangsefni vegna Covid en hótelið er sóttvarnahótel. Maðurinn var vakinn af værum blundi og væntanlega sendur í sýnatöku.
Í hverfi 105 var kona í annarlegu ástandi á þvælingi. Lögreglan hlúði að henni.
Í Mosfellsbæ var tilkynnt um pervert sem reuyndi að tæla ungar stúlkur upp í bifreið sína. Honum tókst ekki að blekkja stúlkurnar og er hans nú leitað af lögreglunni.