Samkvæmt Aurbjörg.is er lang ódýrastu raforkuna að fá hjá Straumlind og Íslenskri orkumiðlun. Þar er kWst á 6,46kr
Munurinn á milli þeirra á meðal rafmagnsreikningi og þeim næsta, Orkubúi Vestfjarða, er 433 kr. á mánuði. KWst hjá Orkubúinu er á 7,50kr og munurinn 433 kr. á mánuði eða 5196 kr. á ári.
HS Orka langdýrust
Það fyrirtæki sem er með dýrustu orkuna er hinsvegar HS Orka þar kostar hvert kWst 8,11 kr og sparar neytandinn þá 687 kr á mánuði eða 8244 kr. á ári miðað við að færa sig yfir til Straumlindar eða Íslensku Orkumiðluninnar.
Straumlind er samt 2 kr ódýrari en Íslensk orkumiðlun í seðil- og tilkynningargjöldum þegar um er að ræða reikning í banka þar rukka þeir 100 kr. á móti 98 kr. hjá Straumlind.
Engin falin gjöld
Orkubú Vestfjarða rukkar hinsvegar ekki seðil- eða tilkynningargjöld. Það er samt ekki nóg til að koma þeim í toppbaráttuna þar sem enn munar 2994 kr. á þeim og Straumlind. En þetta eru viðskiptahættir til fyrirmyndar. Engin falin gjöld í hverjum mánuði, rétt eins og að neytandinn fær ekki seðilgjöld á kvittunina sína í sjoppunni.
Ekki láta blekkja þig með gylliboðum og fallegum auglýsingum. Skoðaðu hvað er í boði eins og ég gerði fyrir þessa grein, hringdu svo í þau fyrirtæki sem þú hefur áhuga á og fáðu tilboð. Oft er hægt að fá betri kjör ef það er gert. Svo þegar þú ert búin að því þá hringir þú í það orkufélag sem þú ert hjá og færð þá til að lækka sig og gera betur við þig því það er dýrt að missa viðskiptavin og markaðurinn er frjáls. Nýttu þér það.