Óútskýrð reykjarlykt lá yfir Vesturbænum í gærkvöldi. Íbúar furða sig á því hvaðan lyktin komi.
„Veit einhver hvers vegna er svona mikil reykjarlykt við Hjarðarhaga?“ Spurði Haukur nokkur íbúi hverfisins í Facebook hópi Vesturbæjar í gærkvöldi.
„Líka á Hringbraut. Vorum að spá í hver væri með arinn í nágrenninu. En þetta virðist vera stærra svæði en svo að arinn geti verið sökudólgurinn,“ skrifar Sigríður.
Kona nokkur vill meina að reykjarlyktin hafi einnig verið í póstnúmeri 112. „Var að koma úr 112 og fór niður í 107. Fannst þetta meira og minna á báðum svæðum.“
„Hofsvalla líka hélt fyrst að ég væri eitthvað að trippa,“ skrifar einn.
Skúli skrifar: „Er líka á Hjarðarhaga og spyr sömu spurningar. Það var svipuð reykjarstemning man ég á föstudaginn í síðustu viku.“
Annar bætir við að lyktin hafi einnig fundist á Víðimel og enn önnur fann reykjarlykt á Kaplaskjólsvegi.
Ljóst er að reykjarlyktin fannst ansi víða í Vesturbænum og mögulega víðar, en hvort afar öflugur arinn sé sökudólgurinn eða eitthvað annað er enn á huldu